Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #58

Fundur haldinn í fjarfundi, 23. september 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson ()
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Ólafur Þór Ólafsson sveitastjóri Tálknafjarðahrepps

Inga Hlín Valdimarsdóttir, forstöðumaður Minjsasafns Egils Ólafssonar, sat fundinn undir fyrstu sex dagkrárliðum hans.

Almenn mál

1. Sameining safna

Skúli Gautason menningarfulltrúi var gestur á fundinum undir þessum lið og kynnti verkefni sem snýr að könnun á mögulegum sameingingum safna og auknu samstarfi þeirra á milli sem og við aðra aðila. Verkefnið er unnið að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kom fram að vinna þarf hratt og vel í þessu verkefni en ráðgert er að skýrsla vegna þess liggi fyrir undir lok árs 2020.

Samráðsnefndin tekur jákvætt í verkefnið og mun taka það aftur upp á fundi sínum síðar í haust.

    Málsnúmer 2009061

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti - ársreikningur 2019

    Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2019 var lagður fram og skýrður.
    Undir þessum lið var Margrét Magnúsdóttir, skoðunarmaður reikninganna, gestur á fundinum.

    Nefndin staðfestir ársreikninginn.

      Málsnúmer 2009028 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Yfirlit yfir starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar árið 2020

      Forstöðuðumaður lagði fram og fór yfir yfirlit yfir starfsemi safnsins það sem liði er af árinu 2020.

      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 2009063

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar 2021

        Forstöðumaður lagði fram og skýrði fjárhagsáætlun minjasafnsins fyrir ársið 2021.

        Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps.

          Málsnúmer 2009062

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Starfsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar 2021

          Forstöðuðumaður lagði fram og fór yfir starfsáætlun um starfsemi safnsins fyrir árið 2021.

          Lagt fram til kynningar.

          BG vék af fundinum kl. 17:00.

            Málsnúmer 2009064

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. María Júlía BA 36

            Forstöðumaður fór yfir stöðu mála vegna Maríu Júlíu BA-36 og greindi frá áhuga nokkura aðila til þess að eignast skipið.

            Nefndin felur forstöðumanni að vinna áfram í málinu.

              Málsnúmer 2009002

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

              Umræður voru um vetrarþjónustu Vegagerðinnar á suðurfjörðum Vestfjarða.

              Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps krefst þess að nýr blásari Vegagerðinnar á Patreksfirði verði staðsettur þar áfram til notkunar á sunnanverðum Vestfjörðum. Mjög brýnt er að hafa öflugt og traust tæki tiltækt á svæðinu til að tryggja góða þjónustu á milli þéttbýlisstaða á svæði sem er skilgreint sem eitt vinnusóknarsvæði. Öruggar samgöngur allan veturinn eru lykilatriði fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf. Samráðsnefndin lýsir yfir ánægju sinni með mokstursáætlanir á Dynjandisheiði í vetur en hefur áhyggjur af fjármögnun þeirrar þjónustu. Nefndin telur því mjög brýnt að sérstakt framlag frá ríkinu verði tryggt í þennan mokstur en fjármagn ekki tekið af öðrum rekstrarliðum Vegagerðarinnar til að fjármagna hann.

                Málsnúmer 2001016 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00