Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 26. júní 2024 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Kosning varaformanns og ritara, fundartimi o.fl. Skipulags- og framkvæmdaráð
Tryggvi Baldur Bjarnason setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Kosning varaformanns Skipulags- og framkvæmdaráðs. Gerð er tillaga um Jóhann Pétur Ágústsson sem varaformann.
Samþykkt samhljóða.
Ritari og starfsmaður nefndarinnar verður Elfar Steinn Karlsson, byggingarfulltrúi.
Reglulegur fundartími ráðsins verður fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 09:00
Erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs lagt fram til kynningar.
2. Trúnaðaryfirlýsingar 2024-2026
3. Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskiltum - Patreksfjörður
Erindi frá S&S veitingum ehf, dags. 12. júní. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að setja niður auglýsingaskilti fyrir Skútann - kaffi bar annarsvegar við gatnamót Aðalstrætis og Strandgötu/Þórsgötu og hinsvegar neðan við Strandgötu við þvottaplan og ofan við Strandgötu við Mikladalsá.
Í ljósi umbeðinni staðsetninga leggur Skipulags- og framkvæmdaráð til við heimastjórn Patreksfjarðar að erindinu verði hafnað og að bent verði á upplýsingasvæði innan við Kirkjugarð fyrir skiltið að höfðu samráði við Vegagerðina. Umbeðnar staðsetningar gætu komið til með að trufla umferðaröryggi.
4. Umsagnarbeiðni - Frístundabyggð í Dagverðardal í Ísafjarðarbæ nr. 0631-2023
Erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 12. júní. Í erindinu er óskað umsagnar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna frístundabyggðar í Dagverðardal.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
5. Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða
Til kynningar
7. Til samráðs Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 902013
Lagður fram tölvupóst frá innviðaráðuneytinu dags. 3. júní sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr.90/2013.
Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til skipulags- og framkvæmaráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10