Fundur haldinn í fjarfundi, 26. júlí 2024 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag
Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag orlofsbyggðarinnar í Flókalundi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 22. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Vesturbyggðar. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna sem bárust en gera þurfti lagfæringar á texta varðandi skilmála um litaval.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulagið með leiðréttingum og lagfæringum á texta í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Dalbraut 39. Breyting á aðalskipulagi.
Fyrir liggur erindi frá Emil M. Magnússyni dagsett 27. júní 2024 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin sem óskað er eftir felur í sér breyttri landnotkun á lóðinni að Dalbraut 39 á Bíldudal.
Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er húsið á skipulögðu íbúðarsvæði og er óskað eftir að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Ósk um breytingu er í tengslum við áform umsækjenda um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur áhyggjur af fjölda bílastæða við húsið, Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögnum frá lóðarhöfum Dalbrautar 34, 35, 42 og Sælundi 1.
3. Tjaldsvæði á Bíldudal
Erindi frá heimastjórn Arnarfjarðar þar sem lagt er til að farið verði í deiliskipulagsvinnu við að staðsetja tjaldsvæði á túninu við Skrímslasetrið á Bíldudal.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði vinna vegna deiliskipulagsins og felur Skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.
Til kynningar
4. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu
Lagt fram til kynningar, fundargerð fyrsta verkfundar vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Verktaki fer af stað í framkvæmdir á næstu dögum, byrjað verður á að komast í enda stofn fráveitu til að hæðartaka upphaf fráveitulagna. Jafnframt verður farið í að fjarlægja gangstéttarkanta og yfirborð gömlu gangstéttar. Verktaki er að vinna framkvæmdaáætlun og verður hún kynnt íbúum um leið og hún liggur fyrir. Einnig er skilti varðandi framkvæmdir í vinnslu.
5. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu
Lagt fram til kynningar, fundargerð annar verkfundur vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Verk er farið af stað og byrjað er að skipta um brunna, fráveitu og vatnslagnir í götu. Byrjað var á rúmlega 1/3 götunnar frá Brunnum 12 að gatnamótum Sigtún. Verktaki reiknar með að húseigendur geti með fáum undantekningum haft aðkomu að bílastæðum sínum fyrstu vikurnar á framkvæmdatíma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30