Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #2

Fundur haldinn í fjarfundi, 26. júlí 2024 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag orlofsbyggðarinnar í Flókalundi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 22. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Vesturbyggðar. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna sem bárust en gera þurfti lagfæringar á texta varðandi skilmála um litaval.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulagið með leiðréttingum og lagfæringum á texta í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Dalbraut 39. Breyting á aðalskipulagi.

Fyrir liggur erindi frá Emil M. Magnússyni dagsett 27. júní 2024 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin sem óskað er eftir felur í sér breyttri landnotkun á lóðinni að Dalbraut 39 á Bíldudal.

Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er húsið á skipulögðu íbúðarsvæði og er óskað eftir að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Ósk um breytingu er í tengslum við áform umsækjenda um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur áhyggjur af fjölda bílastæða við húsið, Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögnum frá lóðarhöfum Dalbrautar 34, 35, 42 og Sælundi 1.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tjaldsvæði á Bíldudal

Erindi frá heimastjórn Arnarfjarðar þar sem lagt er til að farið verði í deiliskipulagsvinnu við að staðsetja tjaldsvæði á túninu við Skrímslasetrið á Bíldudal.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði vinna vegna deiliskipulagsins og felur Skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lagt fram til kynningar, fundargerð fyrsta verkfundar vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Verktaki fer af stað í framkvæmdir á næstu dögum, byrjað verður á að komast í enda stofn fráveitu til að hæðartaka upphaf fráveitulagna. Jafnframt verður farið í að fjarlægja gangstéttarkanta og yfirborð gömlu gangstéttar. Verktaki er að vinna framkvæmdaáætlun og verður hún kynnt íbúum um leið og hún liggur fyrir. Einnig er skilti varðandi framkvæmdir í vinnslu.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Lagt fram til kynningar, fundargerð annar verkfundur vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Verk er farið af stað og byrjað er að skipta um brunna, fráveitu og vatnslagnir í götu. Byrjað var á rúmlega 1/3 götunnar frá Brunnum 12 að gatnamótum Sigtún. Verktaki reiknar með að húseigendur geti með fáum undantekningum haft aðkomu að bílastæðum sínum fyrstu vikurnar á framkvæmdatíma.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lögð fram til kynningar drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Málsnúmer28

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30