Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 28. ágúst 2024 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Tillögur og áherslur skipulags- og framkvæmdaráðs fyrir fjárhagsáætlun 2025
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Unnið verði að geymslusvæðum fyrir gáma og bættri ásýnd söfnunarsvæði sorps í þéttbýli og dreifbýli. Átak verði gert í að fjarlægja ónýtar bifreiðar, ónýtar byggingar, hættuleg mannvirki og ónýt atvinnutæki í byggðakjörnum. Haldið verði áætlun í malbiksframkvæmdum sem áætlaðar voru í fjárhagsáætlun og fyrirtæki verði hvött til malbikunar á sínum svæðum.
2. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.
Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Aðalskipulagsbreyting þessi felst í skipulagningu landfyllingar meðfram Strandgötu á Patreksfirði fyrir nýtt íbúðarsvæði og stækkun á miðsvæði og svæði fyrir samfélagsþjónustu.
Skipulag- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.
3. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting.
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin var grenndarkynnt frá 25. apríl til 21. maí 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði engar athugasemdir. Fyrir liggur einnig samþykki nærliggjandi lóðarhafa.
Skipulags- og framkvæmdaráðð leggur til við heimastjórn Patreksfjarðar að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri. Tillagan var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fyrir liggur uppfærð tillaga þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir en eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.
Bætt var við umfjöllun um votlendi, samgöngur og fjölda gistirúma.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Framkvæmdaleyfi - neysluvatnslagnir og forðatankur, Orlofsbyggðin Flókalundi
Lögð fram umsókn Orlofsbyggðarinnar í Flókalundi dagsett 22.08.2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun og tilfærslu vatnslagn fyrir heitt og kalt vatn sem og endurnýjun og tilfærsla forðatanks fyrir neysluvatn innan orlofsbyggðarinnar í Flókalundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð mælist til að heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps samþykki að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni sbr. umsókn.
Skipulags- og framkvæmdaráð metur að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá UST sem leyfisveitanda á verndarsvæðum. Þá verði skipulagfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.
6. Umsagnarbeiðni -Mjólkárvirkjun breyting á deiliskipulagi
Tekin fyrir umsagnarbeiðni Ísafjarðarbæjar, dagsett 26.júlí 2024. Í erindinu er óskað umsagnar um breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar en tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.Ólafur Byron Kristjánsson og Steinunn Sigmundsdóttir véku af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
Ólafur Byron Kristjánsson og Steinunn Sigmundsdóttir komu aftur inn á fundinn.
7. Dalbraut 39. Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Bíldudals þar sem lóð Dalbrautar 39 er breytt úr íbúðarbyggð í svæði fyrir verslun og þjónustu. Breytingin var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 20. ágúst 2024, gerðar voru athugasemdir varðandi fjölda bílastæða fyrir gistiheimilið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið. Fyrir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gistingu þarf fjöldi bílastæða að vera í samræmi við gistiherbergi hússins, þ.e. bílastæði pr útleigueiningu.
Að mati skipulags- og framkvæmdaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.