Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. september 2024 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Deiliskipulag, stofnana- og íþróttasvæði
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi stofnana- og íþróttasvæði á Tálknafirði ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 10. maí 2024. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn og fornleifaskýrsla. Í leiðréttum skipulagsgögnum er búið að verða við athugasemdum Skipulagsstofnunar og bætt hefur verið við skráðum minjum á uppdrátt og greint frá þeim í greinargerð deiliskipulagsins. Einnig liggur fyrir umsögn frá Minjastofnun Íslands, dagsett 11. september 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að deiliskipulagið verði afgreitt skv. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði
Steinunn Sigmundsdóttir vék af fundi.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Þinghól á Tálknafirði ásamt fornleifaskýrslu fyrir svæðið sem nú liggur endanlega fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Steinunn Sigmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.
3. Strandgata 37, Tálknafirði. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings
Erindi frá Heiðari Jóhannssyni f.h. Tv-Verks ehf. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Strandgötu 37, Tálknafirði. Lóðin er á skipulögðu hafnasvæði Tálknafjarðar, lóðin er skv. deiliskipulagi 1808m2.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að endurnýjun lóðarleigusamnings verði samþykkt.
4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - strenglögn Geitagil - Breiðavík
Lögð fram umsókn Orkubús Vestfjarða dagsett 18. september 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar þriggja fasa jarðstrengs ásamt ljósleiðara milli Geitagils í Örlygshöfn og Breiðavíkur. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna áformaða lagnaleiðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandhrepps að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur(612) Hvallátrar og Hvalsker - Sauðlauksdalur
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar nýr vegur um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að Sauðlauksdal. Meðfylgjandi er framkvæmdaleyfisumsókn ásamt yfirlits- og grunnmyndum. Erindinu fylgir samþykki landeigenda Hvalskers.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg: Hvalsker - Sauðlauksdalur þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu þess hluta umsóknar er snýr að Hvallátrum þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.
6. Urðunarstaður fyrir óvirkan úrgang
Tryggvi Baldur Bjarnason vék af fundi.
Erindi frá Halldóri Halldórssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins dags. 6. september, í erindinu er óskað eftir urðunarsvæði til að urða basaltsand sem fellur til við hreinsun á kalkþörungum úr Arnarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að samþykkt verði að urða u.þ.b. 350m3 af basaltsandi á svæði við Járnhól sem ætlað er undir jarðveg og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
Tryggvi Baldur Bjarnason kom aftur inn á fundinn.
Til kynningar
7. Móatún, framkvæmdir 2024
Fundargerð fyrsta verkfundar lögð fram til kynningar vegna endurgerðar á Móatúni Tálknafirði, vatn og fráveita ásamt burðalagi.
Framkvæmdir ganga skv. áætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50