Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #5

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. nóvember 2024 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Tryggvi. B Bjarnason er fjarverandi og tekur Jóhann Pétur Ágústsson við stjórn fundarins.

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Dunhagi, Tálknafirði. Ósk um endurnýjan lóðarleigusamning

Erindi frá Guðmundi Þ. Ástþórssyni dags. 8.september 2024. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi fyrir Dunhaga í Tálknafirði í samræmi við deiliskipulag svæðisins.

Fyrir stækkun er lóðin 300 m2 en eftir stækkun verður lóðin 2901 m2. Lóðin er skipulögð verslunar- og þjónustulóð.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að stækkun lóðarinnar verði samþykkt. Ráðið vekur athygli á að innan lóðarstækkunar stendur spennistöð frá OV sem og fráveitulagnir frá íþróttamannvirkjum og skóla.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag Breiðavík, breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulags Látrabjargs - Breiðavík. Breytingin fjallar um stækkun og breytta afmörkun lóðar B-6 í Breiðavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð mælist til þess við heimastjórn fyrrum Barðastrandahrepps og Rauðasandshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Ofanflóðavarnir á Bíldudal - deiliskipulag

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi ofanflóðvarna á Bíldudal. Deiliskipulagssvæðið er um 12,9 ha að stærð og nær yfir fyrirhugað snjóflóðavarnarsvæði ofan byggðar á Bíldudal. Reistur verður 8- 14 m hár og 1000 m langur þvergarður ofan byggðarinnar en neðan Stekkjar-, Klofa-, Merki- og Innstagils. Jafnframt verða reistar þrjár 4,5 m háar keilur neðan Stekkjargils. Erindinu fylgir samþykki landeigenda Litlu Eyrar fyrir deiliskipulaginu.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að betur þurfi að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum er snúa að endurheimt staðgróðurs, gera þurfi áætlun um heftun útbreiðslu lúpínu þar sem áætlað er að endurheimta starungsmýrarvist og aðrar náttúrulegar vistgerðir.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að öðru leyti tillöguna og leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Deiliskipulag skóla-, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal, óveruleg breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu skólasvæðis á Bíldudal. Breytingin fjallar um að bætt er við kvöð um lagnaleið sunnan við skólabyggingu en um er að ræða fráveitulögn vegna ofanflóðvarna ofan byggðar við Bíldudal.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að samþykkja grenndarkynningu á viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Málstefna

Lögð fram til kynningar málstefna Vesturbyggðar, í stefnunni er kveðið á um að vandað, skýrt og auðskilið mál skuli vera lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar skuli íslenska vera í öndvegi. Stefnan byggir á grundvallaratriðum um jafnræði, virðingu, traust, gagnsæi, gott aðgengi að upplýsingum og virkum samskiptum. Hún gildir á öllum starfsstöðvum og stofnunum sveitarfélagsins.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50