Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #6

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. janúar 2025 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Tálknafjörður - þvottaplan.

Farið yfir mögulegar staðsetningar á nýju þvottaplani á Tálknafirði, þvottaplaninu er ætlað að þjóna bæði bátum og bílum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að þvottaplan verði staðsett innan til við uppítökubraut við aðkomu að Tálknafjarðarhöfn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag Hvestuvirkjunar - breyting

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulags Hvestuvirkjunar. Breytingin gengur út að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Lambavatn - ósk um stofnun lóðar, merkjalýsing.

Erindi frá Sigurði Heiðari Valtýssyni f.h. landeigenda Lambavatnsjarðanna, Í erindinu er óskað eftir stofnun nýrrar 10.000 m2 lóðar úr Lambavatni Neðra - L139902 sem bera á heiti Heimraleiti L2377542. Þá er óskað staðfestingar á merkjalýsingu sem skiptir jörðunum og afmarkar Spaðakot og samrunaskika L237543 sem síðar á að sameinast við Lambavatn Efra - L139901. Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Breiðavík. Ósk um stofnun lóðar.

Erindi frá Hótel Breiðavík ehf. Í erindinu er óskað eftir stofnun 11,2ha lóðar umhverfis Hótel Breiðavík. Merkjalýsingin er í samræmi við deiliskipulag Látrabjargs.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði

Tekin fyrir tillaga eftir auglýsingu deiliskipulag frístundabyggðar við Þinghól Tálknafirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 25. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust en umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Land og skógi, Minjastofnun, Slökkviliði Vesturbyggðar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni en Minjastofnun leggur þó til að áður en farið verði í framkvæmdir þá verði gerðir könnunarskurðir á lóðum 1, 3, 8 og 9 og borkjarnarannsókn á lóðum 10, 11 og 12. Slökkvilið Vesturbyggðar leggur til að gerð verði brunahönnun á svæðinu m.t.t. mögulegra skógarelda.

Skipulags- og framkvæmdaráð mælist til þess við Heimastjórn Tálknafjarðar að samþykkja tillöguna. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.

Fyrir liggja umsagnir við skipulagslýsingu en skipulagslýsingin var auglýst frá 22.október til 5. nóvember 2024. Umsagnir bárust frá Ísafjarðarbæ, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Orkubúi Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna sem munu nýtast vel við áframhaldandi vinnu. Skipulagsfulltrúa falin frekari vinnsla málsins.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Seftjörn lóð 1. Ósk um breytt heiti.

Erindi frá Kristínu Ósk Matthíasardóttur, dags. 13. janúar. Í erindinu er óskað eftir breyttu heiti á Seftjörn lóð 1, L173217, Barðaströnd. Óskað er eftir að skráð verði nafnið Tjarnarbakki á umrætt land. Erindinu fylgir samþykki Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Heimastjórn fyrrum Barðarstrandarhrepps og Rauðasandshrepps að erindið verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40