Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. febrúar 2025 og hófst hann kl. 09:00
Nefndarmenn
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Framkvæmdir í Vesturbyggð 2025
2. Hvesta. Ósk um stofnun lóða.
Erindi frá Eflu f.h. landeigenda í Hvestu, Arnarfirði dags. 24.11.2024. Í erindinu er óskað eftir stofnun 6.870 m2 lóðar í fjórum skikum úr landi Neðri-Hvestu og Fremri-Hvestu sem bera á heitið Hvestuvirkjanir. Erindinu fylgir merkjalýsing unnin af Eflu hf. Stofnun lóðarinnar er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunar. Á lóðinni Fremri-Hvesta landnr. 140442 er skráður mhl. 16-0101 Stöðvarhús, sem færist á nýju lóðina Hvestuvirkjanir. Á lóðinni Neðri-Hvesta landnr. 140460 er skráður mhl. 02-0101 Stöðvarhús, sem færist á nýju lóðina Hvestuvirkjanir. Kvöð er um aðkomu að skikunum fjórum á jörðinni Fremri-Hvestu og á Neðri-Hvestu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðarinnar.
3. Hreggstaðir, landskipti.
Erindi frá Adam Hoffritz f.h. landeigenda Hreggstaða L139816. Í erindinu er sótt um stofnun lóða í tengslum við landskipti jarðarinnar. Ný stofnaðar lóðir verða stakar, annars vegar Hreggstaðir 2 sem verður 46,6ha og hinsvegar Hreggstaðir 3 sem verður 1,27 ha. Svæðið er ódeiliskipulagt, aðkoma er um Siglunesveg.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stofnun lóðanna.
4. Umsókn um stöðuleyfi - aðstöðugámur Drengjaholt.
Erindi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar, í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20 m2 aðstöðugám innan lóðar Orkubús Vestfjarða við Drengjaholt á Patreksfirði. Erindinu fylgir samþykki Orkubús Vestfjarða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur(612) Hvallátrar og Hvalsker - Sauðlauksdalur
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dagsett 22.mars 2024 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna tveggja verkefna á Örlygshafnarvegi, annars vegar nýr vegur um Hvallátra og hins vegar enduruppbygging á Örlygshafnarvegi (612) frá Hvalskeri að
Sauðlauksdal. Málið var áður tekið fyrir á 4. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 25. september 2024 þar sem Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Örlygshafnarvegs Hvalsker - Sauðlauksdalur en frestaði afgreiðslu þess hluta umsóknar er snýr að Örlygshafnarveg Hvallátrum þar til samþykki landeigenda liggur fyrir. Nú liggur fyrir samþykki landeigenda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandshrepps að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmd um Örlygshafnarveg - Hvallátra. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
6. Umsókn um framkvæmdaleyfi - áningastaður Litladal
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktarfélagi Patreksfjarðar dagsett 12. febrúar 2025. Skógræktarfélag Patreksfjarðar áformar að koma upp áningarstað/útsýnisstað efst við göngustíg í Litladal. Svæðið yrði allt að 30 m2, grafið yrði inn í bakkann, efnisskipt fyrir stétt og hleðsla hlaðin í skeringuna, þá yrði bekkur myndaður í boga á hleðsluna sem fer inn í hlíðina. Grjótið yrði tínt til í dalnum og nýtt í hleðslu. Allt grjót yrði náttúrugrjót og framkvæmdin á að falla vel að umhverfi og náttúru svæðsins
Skipulags- og framkvæmdaráð metur sem svo að framkvæmdin sé minniháttar og sé undanþegin framkvæmdaleyfi. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdina.
7. Deiliskipulag skóla-, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal, óveruleg breyting.
Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi skóla-, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal. Grenndarkynningin var með athugasemdafrest til 13. febrúar 2025. Breytingin fjallar um að bætt er við kvöð um lagnaleið sunnan við skólabyggingu en um er að ræða fráveitulögn vegna ofanflóðvarna ofan byggðar við Bíldudal. Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands sem gerðu engar athugasemdir. Engar aðrar athugasemdir bárust við breytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 01702025 í Skipulagsgátt
Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 13. Febrúar 2025. Í erindinu er óskað umsagnar um lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Unnin verður breyting á greinargerð og uppdrætti aðalskipulagsins þar sem gert verður ráð fyrir nýjum landnotkunarreit undir afþreyingar og ferðamannasvæði (AF1), þannig að stefna aðalskipulagsins samræmist uppbyggingaráformum Eyrarkláfs ehf. um kláf á Eyrarfjall. Óbyggt svæði og opin svæði til sérstakra nota minnkar sem því nemur. Landnotkunarreitur i37 fyrir aðveitustöð fellur úr gildi.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir yfir áhyggjum af áhrifum framkvæmdanna á starfsemi Gróanda sem staðið hefur að samfélagslandbúnaði á svæði sem ætlað er undir aðkomu að svæðinu en gerir annars ekki athugasemd við lýsinguna.
9. Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 01732025 í Skipulagsgátt
Tekið fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 13. Febrúar 2025. Í erindinu er óskað umsagnar um lýsingu vegna gerðar nýs fyrir Kláf upp á Eyrarfjall. Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir yfir áhyggjum af áhrifum framkvæmdanna á starfsemi Gróanda sem staðið hefur að samfélagslandbúnaði á svæði sem ætlað er undir aðkomu að svæðinu en gerir annars ekki athugasemd við lýsinguna.
10. Lækjarbakki Tálknafirði, ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings
Erindi frá Kristni Guðmundssyni f.h. Sæstjörnunnar ehf dags. 18. febrúar 2025. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Lækjarbakka á Tálknafirði. Lækjarbakki stendur innan deiliskipulags Móatúns, Tálknafirði. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin 851 m2.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40