Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #8

Fundur haldinn í fjarfundi, 7. mars 2025 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Ofanflóðavarnir á Bíldudal - deiliskipulag

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi ofanflóðavarna á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 4. mars 2025. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt leiðréttum skipulagsgögnum. Veðurstofa Íslands gerði athugasemd við að hættumatslínum í skýringum hafi verið víxlað í framsetningu og Minjastofnun Íslands bendir á að fornleifaskrá þarf vegbút.

Þar sem ekki náðist samkomulag við landeigendur um varnir í landi Litlu-Eyrar hefur skipulagsgögnum verið breytt eftir auglýsingu þannig að skipulagssvæði og varnargarður hefur verið styttur þannig að varnir gangi ekki inn á land Litlu Eyrar, Vegbútur sem Minjastofnun benti á er því utan skipulagssvæðis. Heildarlengd garðsins fer úr 1000m í 800m og breytast því deiliskipulagsmörk, garður, vinnuvegir, stígar, áningarstaðir o.fl. í samræmi við það.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ofanflóðavarnir á Bíldudal, Stekkjargil og Milligil. Umsókn um framkvæmdaleyfi

Erindi frá Vesturbyggð, dags. 5. mars 2025. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir ofanflóðavörnum á Bíldudal. Reistur verður 8- 14 m hár og 800 m langur þvergarður ofan byggðarinnar en neðan Stekkjar-, milligilja. Jafnframt verða reistar þrjár 4,5 m háar keilur neðan Stekkjargils. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni taka u.þ.b. 3 ár en upphaf og framvinda ræðst af fjárframlögum til verkefnisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar endanleg samþykkt deiliskipulags liggur fyrir í b-deild stjórnartíðinda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hafnarbraut 8. Umsókn um byggingarleyfi, breytingar íbúðarhús.

Erindi frá Guðlax ehf. dags 28. febrúar 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingum á Hafnarbraut 8 á Bíldudal. Áformað er að byggja 109,3 m2 hæð úr timbri ofan á húsið og fjölga íbúðum úr einni í tvær. Húsið er steinsteypt, byggt árið 1954. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Verkfræðistofu Ívars Haukssonar, dags. 29. maí 2024.

Svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi Vesturbyggðar en er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Heimastjórn Arnarfjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingaráformin og fjölgun íbúða fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Ráðið óskar eftir því við framkvæmdaraðila að frekari gögn verði útbúin fyrir grenndarkynninguna, svo sem ásýndarmynd þar sem húsið sést í samhengi við önnur hús. Ráðið leggur til að framkvæmdin verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 1, 7 og 9.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00