Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #9

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. mars 2025 og hófst hann kl. 09:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) varamaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson og Geir Gestsson voru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Jóhann Pétur Ágústsson vék af fundi við afgreiðslu mála 6 og 7.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag - Þinghóll Tálknafirði

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 27. febrúar 2025 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fólu í sér að byggingareitir voru minnkaðir þar sem það átti við en að öðru leyti voru ekki gerðar breytingar á skipulagsgögnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Tálknafjarðar að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Tungumúli, ósk um heimild til niðurrifs gripahúsa.

Erindi frá Hákoni Bjarnasyni, dags. 18. mars 2025, í erindinu er óskað eftir heimild til niðurrifs á matshluta 03 á Tungumúla, Barðaströnd, gripahús byggt 1945.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið, förgun skal vera samkvæmt reglum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Efri - Rauðsdalur, umsókn um byggingarleyfi.

Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni, Efri Rauðsdal Barðaströnd, dags. 18. mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir 109,4m2 viðbyggingu við hlöðu. Viðbyggingin er stálgrind með yleiningum.

Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að samþykkja byggingaráformin og metur sem svo að framkvæmdin sé þess eðlis að heimilt sé að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Til umsagnar 147. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. mars 2025 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum, svæðisráð o.fl.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag Hvestuvirkjunar - breyting

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar. Grenndarkynningin var auglýst 21. febrúar með athugasemdafrest til 21. mars 2025.
Breytingin gengur út að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsögn liggur fyrir frá Minjastofnun sem gerði engar athugasemdir við breytinguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Brjánslækur 1 Prestshús, samþykki byggingaráforma

Erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni, dags. 25. mars 2025. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna 24,8 m2 frístundahúss sem áformað er að flytja á lóðina Brjánslækur 1 Prestshús, L 209251. Húsið er í dag staðsett á Haukabergi Lóð 4. Erindinu fylgir afstöðumynd og aðaluppdráttur.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að samþykkja byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, en grenndarkynna þarf áformin fyrir sóknarnefnd Brjánslækjarsókn. Þá þarf að liggja fyrir samþykki Ríkiseigna sem landeigenda fyrir áformunum. Ráðið hvetur framkvæmdaraðila til að samræma útlit hússins við aðliggjandi byggingar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Brjánslækur, tjaldhýsi. Tilkynnt framkvæmd.

Erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni, dags. 25. mars 2024. Í erindinu er tilkynnt framkvæmd um tvö tjaldhýsi í námu innan til við Brjánslæk, Barðaströnd, Tjaldhýsin eru 12x12m og 12x24m, samsett úr gámum og tjaldi með stálramma. Hýsin eru ætluð sem salt- og vélargeymsla í tengslum við rekstur umsækjenda. Svæðið er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps að framkvæmdin verði undanþegin grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Þá leggur ráðið til í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið sem heimili áformin að samþykkt verði að tjaldhýsin standi í þrjú ár og umsækjandi hugi að varanlegri lausn á því tímabili. Áður en til framkvæmda kemur þarf samþykki landeigenda að liggja fyrir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:11