Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #3

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. október 2014 og hófst hann kl. 13:00

  Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður Tæknideildar

  Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

  Almenn erindi

  1. Erindisbréf: Skipulags- og umhverfisráð

  Lagt fram breytt erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs í samræmi við umræður síðasta fundar.

  Erindisbréfið samþykkt með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum.

   Málsnúmer 1407020 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Varðandi lóð kirkju Brjánslækjarsóknar

   Erindi frá Óskari Páli Óskarssyni f.h. Fjármála og efnahagsráðuneytis. Í erindinu er óskað eftir leiðréttingu á lóðarstærð kirkjulóðar, kirkjugarðs og bílastæðis Brjánslækjarkirkjusóknar. Erindinu fylgir lóðablað unnið af Sigurgeir Skúlasyni.

   Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að uppfæra lóðarstærð í samræmi við uppdrátt.

    Málsnúmer 1409060

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Breyting á aðalskipulagi

    Skipulagslýsing -Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði.

    Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir skipulagslýsing dagsett 5. ágúst 2014.
    Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt. Einnig er gerð breyting á landnotkun á Patreksfirði þar sem verslunar- og þjónustusvæði (V4) er stækkað. Um er að ræða leiðréttingu þar sem lóðin er mun stærri en gildandi aðalskipulag segir til um.
    Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010

     Málsnúmer 1409058 5

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - sjóvörn Bíldudal

     Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnar á Bíldudal
     Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni, dagsett 3. október 2014. Framkvæmdin felur í sér 70 m langa sjóvörn neðan við Arnarbakka 8, um 600 m3 af kjarna og grjóti. Einnig óskar Vegagerðin að fá leyfi til efnistöku í námunni Tagl sem staðsett er við Hálfdán.
     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en bendir á að þar sem sjóvarnir eru ekki skilgreindar sérstaklega í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þá þarf að fara fram grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en framkvæmdaleyfi er veitt.

      Málsnúmer 1410013

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ofanvatnslagnar

      Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð, dagsett 7. október 2014. Framkvæmdin felur í sér lagningu ofanvatnslagnar í jörðu frá Aðalstræti neðan við Aðalstræti 65 niður í gegnum lóð Aðalstrætis 62 undir strandgötu og út í sjó. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið en bendir á að fram þarf að fara grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en framkvæmdaleyfi er veitt, einnig þarf samþykki lóðareigenda Aðalstrætis 62 að liggja fyrir.

       Málsnúmer 1410029

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Umsókn um byggingarleyfi - breytt útlit

       Umsókn frá Atla J. Guðbjörnssyni f.h. Loga ehf. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti húsnæðis Loga ehf. að Aðalstræti 112 Patreksfirði. Umsóknin innifelur breytingar á klæðningu, tveir gluggar fjarlægðir, gluggum bætt við á geymslulofti sem og auglýsingaskilti. Umsókninni fylgja aðaluppdrættir unnir af TAG teiknistofu, dags. 15.09.13

       Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

        Málsnúmer 1409075

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Umsókn um byggingarleyfi - breyting á innra skipulagi

        Umsókn frá Önnu M. Hauksdóttur f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á starfsmannaaðstöðu á 1.h og bættri aðstöðu í fatahengi og þvottaherbergi. Bæta við inngangshurð á 2.h og koma fyrir tæknirými og skrifstofum. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af AVH, dags. 07.10.2014.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

         Málsnúmer 1410023

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         8. Umsókn um byggingarleyfi f. útisvæði

         Umsókn frá Valdimari Gunnarssyni f.h. Félags áhugamanna um skrímslasetur. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útisvæði Skrímslasetursins að Strandgötu 7, Bíldudal. Fyrirhugað er að steypa upp plan við SV-gafl hússins. Meðfylgjandi er ódags. teikning af fyrirhuguðum breytingum, unnin af Magnúsi Óskarssyni.

         Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en kallar eftir frekari hönnunargögnum. Einnig kallar ráðið eftir upplýsingum um það hvernig séð verði fyrir bílastæðum fyrir viðskiptavini og starfsmenn þá er hafa aðstöðu að Strandgötu 7.

          Málsnúmer 1410024

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          9. Umsókn um byggingarleyfi - stækkun á bíslagi

          Umsókn um byggingarleyfi frá Ginga teiknistofu f.h. Steinunnar Öldu Guðmundsdóttur. Sótt er um leyfi til að stækka bíslag hússins um 120cm í NV og 90cm í suðvestur. Umsókninni fylgja aðaluppdrættir unnir af Ginga teiknistofu dags. 09.10.14.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn sem og jákvæða umsögn minjaverndar.

           Málsnúmer 1410027

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00