Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #6

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. febrúar 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson

    Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi og Guðmundur V. Magnússon eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Ingimundur Andrésson er fjarverandi, í hans stað Nanna Á. Jónsdóttir.

    Guðmundur V. Magnússon víkur fund undir liðum 2. og 3.
    Eydís Þórsdóttir víkur fund undir lið 4.

    Almenn erindi

    1. Umsókn vegna tilfærslu vegs við Melstað

    Tekið fyrir erindi Loga Ragnarssonar, eiganda Melstaðar í Selárdal, dagsett 29.01.2015. Óskað er eftir leyfi til að flytja veg frá húsi við Melstað á um 20-25 metra kafla. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir gróflega breytingu á vegi þar sem vegi er hliðrað til um rúmlega vegbreidd til þess að skapa meira rými fyrir framan húsið.
    Samráð hefur verið haft við fulltrúa ríkisins sem landeiganda og Vegagerðina sem eru fyrir sitt leyti hlynnt tilfærslunni. Einnig hefur hún verið kynnt á aðalfundi í Skrúði (félag sumarhúsaeiganda í Selárdal).
    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

      Málsnúmer 1502046

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Dalbraut 20 - umsókn um byggingarleyfi

      Erindi frá Kristian B. Matthíassyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti og innra skipulagi á Dalbraut 20, Bíldudal. Erindinu fylgja grunn-, afstöðu- útlitsteikningar og snið, unnið af Hugsjón dags. 10.febrúar 2015.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

        Málsnúmer 1502047

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sæbakki 2 - umsókn um byggingarleyfi

        Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti á Sæbakka 2, Bíldudal. Erindinu fylgja grunn-, afstöðu- útlitsteikningar og snið, unnið af Hugsjón dags. 10.febrúar 2015.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

          Málsnúmer 1502048

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um lóð undir fjárhús við Fjósadal

          Sameiginlegt erindi frá Laufey Böðvarsdóttur f.h. Trausta Aðalsteinssonar, Jenný Þ. Óladóttir og Sæmundi Jóhannsyni. Í erindinu er sótt um lóð undir fjárhús í þeirra eigu er standa við Fjósadal, Patreksfirði.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni tæknideildar að útbúa lóðaleigusamning. Stærð lóðar skal miðast við núverandi notkun á umhverfis fjárhúsin, u.þ.b. 750 m2.

            Málsnúmer 1412048 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Stefna Skipulags- og umhverfisráðs 2014-2018

            Tekin fyrir stefna skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar 2014-2018.

            Stefna skipulags- og umhverfisráðs 2014-2018 samþykkt.

              Málsnúmer 1412047 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              6. Umsókn um byggingarleyfi - breyting á kvisti.

              Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Stekkabóls ehf., dagsett er 27.janúar 2015. Umsókn um leyfi til breytinga á kvisti á Stekkum 14. Umsókninni fylgdi útlits- og afstöðuteikningar dags. 27.jan 2015, unnið af teiknistofu Ginga.
              Byggingaráform eru samþykkt af byggingarfulltrúa 28.janúar 2015

                Málsnúmer 1502045

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Ósk um leiðréttingu byggingarárs.

                Lagt fram til kynningar: Beiðni frá Valdimari Össurarsyni um leiðréttingu byggingarárs hesthúss á Hólum í landi Láganúps í Kollsvík, dags 23.janúar 2015. Í skrá fasteignamats er byggingarárið sagt vera 1790. Beiðninni fylgir greinagerð þar sem leitt er að því rökum að hesthúsið sé ekki yngra en frá upphafi búsetu á hjáleigunni Hólum, í landi Láganúps en hún hófst um 1650 skv. Jarðabók ÁM/PV.
                Beiðnin var afgreidd af byggingarfulltrúa þann 29.janúar 2015

                  Málsnúmer 1501066

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30