Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #29

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. desember 2016 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Til kynningar

    1. B.Ólafsson varðar gangstétt á Strandgötu

    Lagt fram til kynningar bréf frá Birgi Ólafssyni varðandi staðsetningu gangstéttar við Strandgötu, Patreksfirði.

      Málsnúmer 1610045

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Umsókn um byggingarleyfi - niðurrif á matshl. 06, geymsla.

      Erindi frá Arnóri Magnússyni f.h. Isavia Ohf. Í erindinu er óskað eftir leyfi til niðurrifs á matshluta 06, geymsluskúrs í landi Sauðlauksdals lóðar 2, landnr 139919.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

        Málsnúmer 1611049

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Aðalstræti 75. Umsókn um byggingarleyfi, breytt innra skipulag.

        Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um leyfi til breytinga á innra skipulagi á nýjum bæjarskrifstofum sveitarfélagsins að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af egg arkitektum og teiknistofu GINGA, dags. 14.12.2016

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu vegna breyttrar notkunar efri hæðar húsnæðisins.

          Málsnúmer 1611050

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hafnarbraut 12 - Útlitsbreytingar, útgönguhurð af efri hæð.

          Erindi frá Friðbirni S. Ottóssyni f.h. Björgunarsveitar Kóps, Bíldudal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útgönguhurð af efri hæð og stiga á húsnæði félagsins að Hafnarbraut 12, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar teiknistofu GINGA, dags. 15.des 2016.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1612013

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Aðalstræti 114 - Klæðning á íbúðaarhús og bílskúr

            Erindi frá teiknistofu GINGA f.h. húseigenda að Aðalstræti 114, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti. Sótt er um leyfi til að klæða húsið liggjandi báruáli. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofu GINGA, dags. 15.des 2016.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1612014

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

              Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag snjóflóðvarnargarðs og íbúðabyggðar við Urðir/Mýrar, dagsett október 2016.

              Um er að ræða deiliskipulag fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðvarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.

              Deiliskipulag þetta hefur áhrif á aðliggjandi deiliskipulög: deiliskipulag hafnarsvæðis og Klifs.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulags- og matslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til umsagnaraðila og kynna hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana 105/2006.

                Málsnúmer 1612015 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45