Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. maí 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Almenn erindi
1. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um vínveitingarleyfi í fl. II í Skjaldborgarbíó, fastanr. 212-3657, Patreksfirði.
Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu leyfisins.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað (gistiskála) í Birkimelsskóla, Barðaströnd samkvæmt flokki II.
Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins með fyrirvara um fullnægjandi teikningar.
2. Brunnar 20. Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá Sigurpáli Hermannsyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss að Brunnum 20, Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 11.05.2018.
Skipulags- og umhverfisráð samþykki erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
3. Dalbraut 26. Umsókn um byggingarleyfi
Elfar Steinn Karlsson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Eydís Þórsdóttir tók við ritun fundargerðar.
Erindi frá Elfari Steini Karlssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu innra skipulagi, fyrirhugað er að opna milli stofu og eldhúss sem og gera nýja svalarhurð á NV-hlið íbúðarhússins að Dalbraut 26, Bíldudal. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 10.05.2018
Skipulags- og umhverfisráð samþykki erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi, Brjánslækur
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 11. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað í flokki II í gamla prestbústaðnum, Brjánslæk I, fastanr. 212-2888.
Skipulags- og umhverfisráð veitir jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfisins með fyrirvara um fullnægjandi teikningar.
5. Önnur mál
Rætt um umgengni í sveitarfélaginu, lausafjármuni á víð og dreif. Forstöðumaður tæknideildar upplýsti um undirbúningsvinnu sem stendur yfir vegna tiltektar á lausafjármunum innan þéttbýlis Vesturbyggðar og fyrirhugaðar aðgerðir.
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til hafnarstjórnar að gámasvæði verði endurskoðað, Skipulags- og umhverfisráð leggur til að geymslugámar verði settir við NV-hlið Straumness, en ekkert annað svæði er í sveitarfélaginu fyrir gáma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20