Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #84

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. maí 2021 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Umsókn um stöðuleyfi, aðstaða fyrir verktaka.

Erindi frá Íslenskum Aðalverktökum dags. 11. maí 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 4 skrifstofugáma við tjaldsvæðið í Flókalundi, erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámanna ásamt samþykki lóðarhafa og Umhverfisstofnunar fyrir áformunum. Gámana á að nýta undir skrifstofuaðstöðu vegna vegagerðar á Dynjandisheiði.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Efri-Rauðsdalur. Stofnun lóðar.

Erindi frá Nönnu Á. Jónsdóttur og Gísla Á. Gíslasyni ódags. Í erindinu er sótt um stofnun 1500m2 lóðar úr Neðri-Rauðsdal, landnr. 139847. Nýstofnuð lóð skal bera heitið Neðri-Rauðsdalur II. Umsókninni fylgir lóðablað dags. 05.05.2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Kynning á drögum að landáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar 2021-2031 - ósk um umsögn

Lagt fram til kynningar erindi frá Skógræktinni, dags. 7. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að sett sé fram vönduð stefna á landsvísu um skógrækt. Sveitarfélagið vill þó árétta að ætíð þurfi að skoða umsóknir um skógræktarverkefni svæðisbundið. Aðstæður geta verið mismunandi og ólíkir hagsmunir sem þurfi ávallt að vega og meta hverju sinni. Gæta verður að skógrækt falli vel að landi og myndi ákveðna samfellu. Þá leggur ráðið til að við skógrækt á Vestfjörðum verði, eins og kostur er, litið til tegunda sem eru einkennandi fyrir svæðið og horft til náttúrulegs landslags.

Erindinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - ósk um umsögn hagsaðila

Lagt fram til kynningar erindi frá Landgræðslunni, dags. 6. maí 2021. Í erindinu er óskað umsagnar um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að sett sé fram vönduð stefna á landsvísu um landgræðslu en vill þó árétta að skoða þurfi umsóknir um landgræðsluverkefni svæðisbundið þar sem aðstæður geta verið mismunandi og aðrir hagsmunir kunni að vera fyrir hendi sem þurfi ávallt að vega og meta hverju sinni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:25