Fundur haldinn í fjarfundi, 10. júní 2021 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
- Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Óskað eftir landskiptum á landi Seftjarnar-Hrófsnes, landnr. L2291244, F2507131
Erindi frá Ríkiseignum, dags. 19. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir landskiptum á landi Seftjarnar-Hrófsnes, landnr. 229124 úr ríkisjörðinni Seftjörn landnr. 139849. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu landsins.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við bæjarstjórn að þau verði samþykkt.
2. Aðalstræti 69, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni H. Jónssyni, dags. 8.júní 2021. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðaleigusamnings og uppsetningu varnarveggs við bílastæði við Stekka. Óskað er eftir breytingum á lóð Aðalstrætis 69 þannig að heildarstærð lóðarinnar verði 1.038 m2. Umbeðin stækkun tekur mið af nærliggjandi lóðum og breyttri legu götu við Aðalstræti frá upprunalegum lóðarleigusamningi.
Þá er þess óskað að reistur verði sem fyrst steinsteyptur varnarveggur við enda bílastæðis fyrir ofan lóðina að Aðalstræti 69, við Stekka. Mikil slysahætta getur skapast á lóðinni að Aðalstræti 69, ef ekki eru til staðar varnir til að draga úr hættu á að bifreið geti runnið af bílastæði við Stekka og ofan í lóðina og þannig valdið slysum og eignatjóni. Leggja eigendur að Aðalstræti 69 til að varnarveggurinn verði 1,4 m. á hæð og lengd hans verði 29,5 m. til að ná yfir lengd bílastæðisins við Stekka. Eigendur að Aðalstræti 69 óska eftir samstarfi við Vesturbyggð um uppsetningu veggsins og eru tilbúnir til að slá upp veggnum á lóðamörkum og sjá um að steypa hann ef Vesturbyggð skaffar steypu, efni til járnabindingar í vegginn og efni og vinnu við landmótun.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á lóð verði samþykkt og nýr lóðarleigusamningur gerður um lóðina. Lóðin verði stytt um 2 m til NA m.v. fyrirliggjandi tillögu, svo heildarstærð verði 985 m2.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að skoða öryggismál vegna þessa erindis og sambærilegra aðstæðna á bílastæðum í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu þess hluta erindisins er snýr að varnarveggnum.
3. Strandgata 1, Bíldudal. Umsókn um byggingaráform og stækkun lóðar.
Jón Garðar Jörundsson vék af fundi við afgreiðslu á málinu.
Erindi frá Arnarlax dags. 28.05.2021. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal sem og samþykki fyrir byggingaráformum vegna stækkunar á verkstæði. Viðbyggingin er um 57 m2 og er lóðarstækkun í samræmi við það. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 teiknistofu dags. 28.05.2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt og samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Hafnarteig(Varaaflsstöð Orkubús Vestfjarða).
Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn.
Til kynningar
4. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum
Lagt fram til kynningar bréf er varðar breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. dags. 28.05.2021 frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu sem sent var á Dómsmálaráðuneytið, skipulagsstofnanir, sveitarstjórnir, sýslumenn og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:41