Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #114

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. janúar 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson og Ólafur Byron Kristjánsson voru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning.

Á 389. fundi bæjarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnyjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837 þar sem núverandi samningur er útrunninn. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að endurnýjun samnings yrði samþykkt. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði þar sem tryggja þarf aðgengi að VÞ lóð fyrir innan þar sem ekki er áformað að fara í nýja veglagningu að lóðinni.

Byggingarfulltrúi leggur til að höfðu samráði við eigendur fasteignarinnar að sett verði kvöð í lóðarleigusamning um umferðarrétt í gegnum lóðina að lóð L221595. Fyrir liggur samþykki allra eigenda fasteignarinnar Krossholt Iðnaðarhús.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins við alla eigendur hússins verði samþykkt með kvöð um umferðarrétt á lóð L139837 að lóð L221595.

Fallið er frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa sem hagsmuna hafa að gæta.

    Málsnúmer 2312011 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Hafnarbraut 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

    Erindi frá Sólveigu Dröfn Símonardóttur dags. 22. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi undir húseignina að Hafnarbraut 16, Bíldudal.

    Byggingarfulltrúi hefur unnið tillögu að lóðinni í samræmi við eldri afmörkun lóðarinnar að teknu tilliti til eldri lóðarleigusamnings og fylgir hún hér með, lóðin er um 760m2.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt í samræmi við tillögu byggingarfulltrúa.

      Málsnúmer 2312031 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Umsagnarbeiðni - Notkun ásætuvarna Arctic Sea Farm í Arnarfirði

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 28. desember 2023 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna tilkynningar Arctic Sea Farm um notkun ásætuvarna á sjókvíar á vegum fyrirtækisins í Arnarfirði samkvæmt 19. gr. laga nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögnum um ofangreinda framkvæmd. Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

      Skipulags- og umhverfisráð hefur ekki faglegar forsendur til að meta neikvæð umhverfisáhrif, en samkvæmt framlagðri skýrslu Eflu kemur fram að möguleg áhrif ásætuvarna sem innihalda Tralopyril og Zinc Pyrithione í sjó séu metin nokkuð neikvæð samkvæmt viðmiðum yfir vægi áhrifa sem stuðst er við þegar mat er lagt á umhverfisáhrif framkvæmda.

      Í skýrslunni er ekki lagt mat á áhrif á aðrar tegundir í firðinum, svo sem rækju og botnfisk að öðru leyti en að áhrifin séu metin staðbundin og safnist ekki upp í lífkeðjunni.

      Framkvæmdin er ekki leyfisskyld af hálfu Vesturbyggðar sbr. Haf- og strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

      Að mati skipulags- og umhverfisráðs liggur því ekki fyrir í fyrirliggjandi gögnum hvort notkun ásætuvarnanna, geti haft í för með sér óafturkræf áhrif á náttúru í Arnarfirði.

      Skipulags- og umhverfisráð telur því eðlilegt að framkvæmdin fari í umhverfismat vegna þeirrar óvissu sem er um langtíma áhrif þeirra efna sem nota á sem ásætuvarnir á lífríki fjarðarins sem og mögulegra sammögnunaráhrifa vegna fjölda eldissvæða í Arnarfirði.

        Málsnúmer 2312038

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.

        Lögð fram umsókn um byggingaráform fyrir einbýlishús við Urðargötu 21a og 21b, dagsett 8. janúar 2024. Í umsókninni er sótt um að fá að reisa 180 m2 einbýlishús og nýttur verður vatnstankur sem stendur á lóðinni fyrir kjallara. Með umsókninni fylgja teikningar sem og tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem lóðir Urðagötu 21a og 21b eru sameinaðar í Urðargötu 21.Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að áformin fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

        Rebekka Hilmarsdóttir kom aftur inn á fundinn.

          Málsnúmer 2401013 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Vesturbotn - deiliskipulag

          Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. nóvember 2023 þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Fyrir liggja endurbætt skipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Fyrir liggur einnig umsögn frá slökkviliði Vesturbyggðar.

          Gerðar voru eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum:

          Bætt var við táknum fyrir brunahana inn á skipulagsuppdrátt og upplýsingum um brunavarnir bætt við í greinargerð.

          Uppdráttur stækkaður til þess að sýna afmörkun vatnsbóls á uppdrætti.

          Fjarlægð frá vatni að byggingarreit sem næst er vatni bætt við á uppdrátt.

          Bætt við sniðmyndum á uppdrátt.

          Skipulagsmörk gerð greinilegri.

          Ekki er gert ráð fyrir hreinsivirki en í greinargerð kemur fram að gert sé ráð fyrir rotþróm við hvert hús. Stækkun golfvallar er ekki hluti af deiliskipulaginu heldur er verið að sýna eingöngu mögulegt stækkunarsvæði og er það afmarkað sérstaklega og fellur því ekki undir lið 12.07 mgr. 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 2306067 6

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Krossholt Móra. Umsókn um stöðuleyfi.

            Erindi frá Móru ehf dags. 21. desember 2023. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum við Krossholt Móru. Erindinu fylgja teikningar er sýna umbeðna staðsetningu.

            Stöðuleyfi eru einungis gefin út til að hámarki 12 mánaða í senn og eru stöðuleyfi hugsuð sem tímabundnar lausnir. Lóðin sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og staðsett við þjóðveginn við Krossholt.

            Gámarnir eru nú þegar komnir á staðinn.

            Á 100. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 10. nóvember 2022 var tekið fyrir erindi Móru ehf. um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum, Skipulags- og umhverfisráð féllst ekki á útgáfu stöðuleyfis fyrir gámana og beindi umsækjanda á að leita varanlegri lausna. Í kjölfar þess sótti Móra ehf. um stækkun á byggingarreit við húsið.

            Á 383. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 15. maí 2023 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts. Markmið breytingarinnar var að breyta byggingarreit við Krossholt Móru L221595 svo að Móra ehf. gæti leyst húsnæðisþörf sína með varanlegum hætti. Umsókn þessi er ekki í takt við þær breytingar.

            Skipulags- og umhverfisráð hafnar ósk um stöðuleyfi en beinir því til umsæjanda að leysa húsnæðisþörfina með varanlegum hætti, þ.e. sækja um byggingarleyfi á byggingarreitnum sem búið er að breyta með þörf umsækjenda í huga. Umsækjenda er veittur frestur til 15. apríl 2024 til að leggja fram byggingaráform á reitnum, að öðrum kosti skulu gámarnir fjarlægðir.

              Málsnúmer 2312032

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30