Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #115

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. febrúar 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
 • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) aðalmaður
 • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
 • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson og Ólafur Byron Kristjánsson eru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.

Erindið var áður tekið fyrir á 111. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 8. nóvember 2023, þar sem eftirfarandi var bókað: Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna tafa á umsögnum við breytingartillöguna var beðið með afgreiðslu. Fyrir liggja núna umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði því samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Málsnúmer 2309030 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

  Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi, greinargerð og uppdráttur. Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaðar tvær lóðir. Lóð nr. 1 er undir þjónustu- og sundlaugarhús og innan lóðar nr. 2 eru þrettán frístundahús og byggingarreitir fyrir tvö ný frístundahús.

  Skipulags- og umhverfisráð bendir á að í tillöguna vantar umfjöllun um umhverfisáhrif sem bæta þarf við greinargerð

  Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og hljóti málsmeðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.

   Málsnúmer 2103054 4

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Mjólkárlína 2 - Bíldudalsvogur.

   Fyrir liggur erindi frá Verkís fyrir hönd Landsnets dagsett 5.febrúar 2024 þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi. Landsnet vinnur að undirbúningi framkvæmda vegna lagningar Mjólkárlínu 2 sem er nýr 66 kV strengur á milli Mjólkár og Bíldudals. Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestfjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að auka áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

   Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er gert ráð fyrir landtökustað innan við Haganes við Bíldudalsvog. Í samráði við landeigendur hefur landtökustaðurinn verið færður um 300 m utar á Haganesi, litlu vestan við afleggjara út á nesið, sbr.meðfylgjandi teikningu. Í sjó liggur sæstrengurinn u.þ.b. 400 m austan við ankerislægi Bíldudalshafnar.

   Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði leiðrétting á legu strengsins. Skipulags- og umhverfisráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2401085 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.

    Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar þar sem lögð er fram frumtillaga að landfyllingu á Patreksfirði. Um er að ræða ca 2 ha landfyllingu þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð, verslun og þjónustu og möguleika á stækkun leikskólalóðar. Innan svæðisins væri mögulegt að koma fyrir allt að 3500 m2 af íbúðarhúsnæði, 1500 m2 af þjónustuhúsnæði og gert er ráð fyrir að reitur fyrir leikskólalóð geti orðið allt að 8300 m2.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags. Skoða þarf nánar útfærslu landfyllingarinnar og mögulegrar byggðar m.t.t. útivistargildis, ásýndar og byggingarmagns.

     Málsnúmer 2308046 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breytt lögun og notkun lóða.

     Fyrir liggur erindi frá Héðni Halldórssyni f.h. Hafsbrúnar ehf dagsett, 12. febrúar. Í erindinu er óskað eftir eftir stækkun á lóð Saumastofunnar samkvæmt teikningu sem fylgir erindinu. Þá er óskað eftir breytingu á smábýlalóðinni Langholt 1, þar sem notkun lóðarinnar er breytt úr smábýlalóð í verslun- og þjónustu. Áformað er að setja upp 8-10 ferðaþjónustuhús, allt að 50m2 hvert hús.

     Erindið kallar á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar sem og á deiliskipulagi Langholts og Krossholts.

     Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar eftir upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um stöðu á öflun neysluvatns á svæðinu og hvort unnt sé að anna aukinni eftirspurn.

      Málsnúmer 2402029

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Hafnarbakki 12, Patreksfirði - umsóknir um lóð.

      Teknar fyrir umsóknir um byggingarlóðina að Hafnarbakka 12, Patreksfirði. Alls hafa borist 5 umsóknir um lóðina frá eftirfarandi aðilum:

      Hlemmavideo ehf.
      Oddur Þór Rúnarsson
      Guðbjartur Gísli Egilsson
      Eskiberg ehf.
      Héðinn Hákonarson.

      Um er að ræða 600m2 iðnaðar- og athafnalóð á hafnarsvæði Patrekshafnar, nýtingarhlutfall lóðar er 1. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hefðbundnum iðnaði, fiskverkun, fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar.

      Á 54. fundi hafna- og atvinnumálaráðs bókaði ráðið að lóðin væru ætluð undir hafnsækna starfsemi.

      Samkvæmt 5. gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða skal dregið um hver umsækjenda fái lóð úthlutað, sæki fleiri en einn um lóð. Þá segir í 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir hafnir Vesturbyggðar að hafnarstjórn hafi ákvörðunarvald um rekstur hafnanna, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, þ.m.t. leigu á húsnæði í eigu hafnanna og landi í eigu þeirra.

      Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og óskar eftir að ráðið meti hvernig áform umsækjenda falli að skipulagi svæðisins áður en dregið er úr hópi umsækjenda.

      Þá leggur ráðið til að dregið verði um á næsta reglulega fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hvaða umsækjandi fái lóðina úthlutaða.

       Málsnúmer 2402025 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50