Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #117

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Gæludýragrafreitur Patreksfirði

Erindi frá Páli Haukssyni, dags. 12. mars 2024. Í erindinu er vakin athygli á vöntun á svæði fyrir gæludýragrafreit, í erindinu er bent á svæði í Drengjaholti neðan við gamla knattspyrnuvöllinn sem hentugt svæði undir grafreitinn.

Skipulags- og umhverfisráð tekur sem fyrr jákvætt í erindið og þakkar bréfritara. Ráðið leggur til að skoðaður verði reitur milli spennistöðvar og trjálunds ofan Drengjaholts. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa að skoða aðstæður og vinna að málinu áfram.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 11. apríl 2024. Tillagan felur í sér að sameiningu lóða við Bjarkargötu 10 og 12 í eina lóð. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt hús að hámarki 322 m2 með hámarkshæð 5,9 m. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:06