Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #118

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 10. maí 2024 og hófst hann kl. 12:30

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll og ekki reyndist unnt að boða varamann. Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Deiliskipulag Skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal.

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag, skóla, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Orkubúi Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu engar athugasemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00