Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #2

Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 15. júlí 2024 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Kristinn Hilmar Marinósson (KHM) varamaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Þar sem bæði formaður og varaformaður boðuðu forföll tók Jónas Snæbjörnsson að sér að stýra fundinum.

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen og Guðmundur Björn Þórsson boðuðu forföll en varamenn þeirra höfðu ekki tök á að mæta á fundinn.

Guðrún Anna Finnbogadóttir og Jón Árnason boðuðu forföll og sátu varamennirnir Jenný Lára Magnadóttir og Kristinn H. Marinósson fundinn í þeirra stað.

Almenn erindi

1. Svæðisáætlun um sorpmál

Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum lögð fram til afgreiðslu ásamt drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum og aðgerðaáætlun.

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen sendi inn athugasemdir við áætlunina og samþykkti fundurinn þær.
Umhverfis- og loftslagsráð gerir ekki frekari athugasemdir við drögin og vísar þeim áfram í vinnuferli hjá starfshópi sveitarfélaga á Vestfjörðum sem fundar 12. ágúst til að fara yfir þær ábendingar sem sveitarfélög hafa gert.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Upplýsingar um stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 27. júní sl. þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Bæjaráð tók málið fyrir til kynningar á 3. fundi sínum þar sem því var vísað áfram til umhverfis- og loftlagsráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og loftslagsráð Vesturbyggðar tekur heils hugar undir athugasemdir SHÍ og hvetur til betri útfærslu og vandaðri undirbúnings áður en af þessum áformuðuðu breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits með flutningi verkefna til ríkisins.
Erfitt er að sjá hver hagur sveitarfélaga á Vestfjörðum er af þessari breytingu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Til samráðs -Frumvarp til laga um loftslagsmál (ný heildarlög)

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu dags. 18. júní sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um loftslagsmál ( ný heildarlög).

Umhverfis- og loftslagsráð Vesturbyggðar leggur til að ekki verði send umsögn að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

4. Svæðisáætlun um sorpmál

Minnisblað um lífúrgang á Vestfjörðum, samið af Stefáni Gíslasyni hjá Environice.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Til samráðs - Ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 14. júní sl. með ósk um umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftlagsmálum.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að umfjöllun bíði næsta fundar ráðsins í ágúst þar sem umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til 22.09.2024.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að umfjöllun bíði næsta fundar ráðsins í ágúst.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:49