Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #3

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. ágúst 2024 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jón Árnason og Guðmundur Björn Þórsson gátu ekki mætt á fundinn og ekki tókst að boða varamenn í þeirra stað.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar. Máli vísað til frekari umfjöllunar frá 2. fundi ráðsins í júlí

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Til samráðs - Ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 14. júní sl. með ósk um umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
Máli vísað til frekari umfjöllunar frá 2. fundi ráðsins í júlí.

Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að ekki verði send umsögn.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

Fundargerð verkfundar vegna samnings VB/Thr. og Kubbs ehf um sorphirðu frá 05.03.2024 og upplýsingar um fyrirkomulag og stöðu sorpmála í Vesturbyggð.

Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og næstu tveimur og kynnti fyrirkomulag sorpmála.

Verkfundargerð lögð fram til kynningar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Borgað þegar hent er - meðhöndlun úrgangs

Samantekt á upplýsingum varðandi verkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfið og Borgað þegar hent er.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Melta Bokashi

Kynning á verkefninu Melta - Bokashi

Lagt fram til kynningar.
Formanni falið að leita frekari upplýsinga um málið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07