Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. ágúst 2024 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
- Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari
- Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar. Máli vísað til frekari umfjöllunar frá 2. fundi ráðsins í júlí
Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.
2. Til samráðs - Ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 14. júní sl. með ósk um umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.
Máli vísað til frekari umfjöllunar frá 2. fundi ráðsins í júlí.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að ekki verði send umsögn.
Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
3. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa
Fundargerð verkfundar vegna samnings VB/Thr. og Kubbs ehf um sorphirðu frá 05.03.2024 og upplýsingar um fyrirkomulag og stöðu sorpmála í Vesturbyggð.
Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og næstu tveimur og kynnti fyrirkomulag sorpmála.
Verkfundargerð lögð fram til kynningar
4. Borgað þegar hent er - meðhöndlun úrgangs
Samantekt á upplýsingum varðandi verkefnið Samtaka um hringrásarhagkerfið og Borgað þegar hent er.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jón Árnason og Guðmundur Björn Þórsson gátu ekki mætt á fundinn og ekki tókst að boða varamenn í þeirra stað.