Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #4

Fundur haldinn í fundarsal, Strandgötu 38, Tálknafirði, 21. október 2024 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jón Árnason boðaði forföll og Jenný Lára Magnadóttir fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað. Guðmundur Björn Þórsson boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn erindi

1. Melta Bokashi

Kynning á aðferðum Meltu ehf við jarðgerð, Björk Brynjarsdóttir önnur af eigendum Meltu ehf kom inn á fundinn og kynnti starfsemina og aðferðafræðina.

Björk Brynjarsdóttir kynnti starfsemi og stöðu Meltu ehf.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 11 milli Vesturbyggðar og Kubbs.
Lagt er til við Umhverfis- og loftslagsráð, að ráðið skoði hvort tilefni sé til, að skoðað verði með hvaða hætti endurskoðun samnings fer fram ?
Jafnframt að ráðið skoði út frá sinni hlið hvort það telji tilefni til uppsagnar á núverandi samning en verktími núverandi samnings er frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2025 þ.e. 4 ár. Samningur getur framlengst um tvisvar sinnum um tvö ár í senn ef báðir aðilar samþykkja skriflega.

Rætt um sorpsamning og möguleika í sambandi við hann. Ráðið óskar eftir minnisblaði um mat starfsmanna á núverandi stöðu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Svæðisáætlun um sorpmál

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum lögð fram til afgreiðslu.

Umhverfis- og loftslagsráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum verði samþykkt og hrósar góðri vinnu við gerð áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Tillaga um mótun umhverfisstefnu Vesturbyggðar og verklag þar að lútandi

Formaður umhverfis- og loftslagsráðs leggur fram tillögu um að ráðið leggi til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Sú vinna nýtist einnig við gerð loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið í tengslum við mótun loftslagsstefnu fyrir Vestfirði.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Fjárhagsáætlun 2025 - 2028, áherslur umhverfis- og loftslagsráðs

Umhverfis- og loftslagsráð fór yfir verkefni fyrir fjárhagsáætlunargerð og lagði fram tillögu að áherslum ráðsins.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

6. Earth Check umhverfis- og gæðastjórnunarkerfi

Niðurstaða bæjarstjórnar varðandi Earth Check umhverfis- og gæðastjórnunarkerfi

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - 2024

Drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Þjóðgarðar á Vestfjörðum

Skýrsla um þjóðgarða á Vestfjörðum

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og loftslagsráð lýsir ánægju sinni með góða skýrslu sem dregur fram kosti varðandi stofnun þjóðgarða á Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Aflúsun 2024

Tilkynning vegna aflúsunar - Eyri og Vatneyri okt24.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Alþjóðlegi rafrusldagurinnInternational E-Waste Day 14. október 2024

Kynningarefni varðandi Alþjóðlega rafrusldaginn.

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:58