Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #5

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. nóvember 2024 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Jónas Snæbjörnsson boðaði forföll og Jenný Lára Magnadóttir fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.
Jón Árnason boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hans stað.
Guðmundur Björn Þórsson boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn erindi

1. Fundargerðir sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 12 milli Vesturbyggðar og Kubbs. Ítrekað er mikilvægi þess að fyrir liggi ákvörðun ráðsinns um hvort óskað skuli eftir fremlengingu samnings um tvö ár, en tímafrestur vegna þess er 6 mánuðum fyrir lok verktíma. Verktími núverandi samnings er frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2025 þ.e. 4 ár. Samningur getur framlengst um tvisvar sinnum um tvö ár í senn ef báðir aðilar samþykkja skriflega.

Umhverfis- og loftslagsráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Kubb ehf verði framlengdur um tvö ár frá 31.08.2025.
Þessi tvö ár verði nýtt til að vinna ítarlega greiningarvinnu á fyrirkomulagi sorpmála í sveitarfélaginu og endurskoða fyrirkomulagið í ljósi reynslu og breytinga í þessum málaflokki á landsvísu. Greina þarf allan kostnað við málaflokkinn og reikna út hvað breytingar á fyrirkomulagi þýða í álögum á íbúa þannig að nýtt útboð leiði til hagræðingar og lækkunar í álögum á íbúa ef mögulegt er.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Rætt um fyrirkomulag á vinnu við nýja umhverfisstefnu Vesturbyggðar, verkefnum deilt á nefndarmenn og vinnufundur boðaður í janúar.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - 2024

Samþykkt Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Þróun kostnaðar í úrgangsmálum

Skýrsla um þróun kostnaðar í úrgangsmálum sveitarfélaga ásamt minnisblaði frá True North

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. RECET - Verkefni til að efla getu sveitarfélaga til að takast á við orkuskipti

Niðurstöður frá vinnustofu í Recet orkuskiptaverkefninu sem haldin var á Patreksfirði 16.10.2024

Lagt fram til kynningar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Málstefna

Málstefna Vesturbyggðar lögð fram til kynningar

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:19