Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. janúar 2025 og hófst hann kl. 15:00
Nefndarmenn
- Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
- Guðmundur Björn Þórsson (GBÞ) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
- Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
- Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari
Fundargerð ritaði
- Lilja Magnúsdóttir ritari
Almenn erindi
1. Umhverfisstefna Vesturbyggðar
Stofnun vinnuhóps um umhverfisstefnu Vesturbyggðar samkvæmt beiðni formanns og fyrirkomulag vinnunnar.
Rætt um fyrirkomulag vinnu við mótun umhverfisstefnu Vesturbyggðar og störf vinnuhóps. Ákveðið að halda fyrsta vinnufund hópsins þriðjudaginn 04.02.2025 og leggja umræður fyrir næsta fund ráðsins mánudaginn 17.02.2025.
Gögn og upplýsingar verða settar inn á vinnusvæði hópsins á Teams.
Til kynningar
2. Græn skref
Lagðar fram upplýsingar um græn skref og framkvæmd þeirra ásamt skýrslu um kolefnisjöfnun sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Skýrsla um kolefnisjöfnun á Vestfjörðum ásamt kynningarefni um græn skref lögð fram til kynningar.
3. Svæðisáætlun um úrgang
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum, lokaútgáfa.
Lokaútgáfa af Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum lögð fram til kynningar.
Vinna við umhverfisstefnu þarf að taka mið af svæðisáætluninni og vinnast í samræmi við hana.
4. Beiðni um skipan fulltrúa í Úrgangsráð
Upplýsingar um skipan fulltrúa í Úrgangsráð í tengslum við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum.
Skipan fulltrúa Vesturbyggðar í Úrgangsráði kynnt, Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður Vesturbyggðar, var skipuð í ráðið. Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að fundargerðir Úrgangsráðs verði lagðar fyrir fundi umhverfisráðs til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:23
Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.
Jón Árnason boðaði forföll og Jenný Lára Magnadóttir fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.