Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #7

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. febrúar 2025 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðmundur Björn Þórsson (GBÞ) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.
Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Guðrún Anna Finnbogadóttir boðaði forföll og Jenný Lára Magnadóttir fyrsti varamaður sat fundinn í hennar stað.

Jón Árnason boðaði forföll en ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Almenn erindi

1. Umhverfisstefna Vesturbyggðar

Upplýsingar frá starfshópi um mótun umhverfisstefnu.

Starfshópur kynnti vinnu sína og fór yfir þau drög sem komin eru. Formanni falið að senda fyrirspurn til fjölskylduráðs um áherslur fræðslumála í sveitarfélaginu á umhverfis- og loftslagsmálum.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fastur fundartími umhverfis- og loftslagsnefndar

Tillaga að breytingu á fundartíma í mars og apríl

Þar sem hluti nefndarmanna verður ekki á landinu þann 17. mars þegar næsti fundur á að vera samkvæmt fundardagatali lagði formaður til að fresta honum um viku og hann verði haldinn þann 24. mars. Fundurinn verði haldinn í Tálknafirði að Strandgötu 38.
Einnig var rætt um apríl fundinn sem ætti að vera þriðja mánudag í apríl en sá dagur er annar í páskum. Formaður lagði til að apríl fundi yrði sleppt og fundað yrði næst í maí.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Fundargerðir sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

Fundargerð 13. verkfundar Vesturbyggðar og Kubbs lögð fram til kynningar. Rætt um drög að framlengingu samnings til tveggja ára.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - 2024

Samþykkt Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs staðfest af ráðuneyti.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Græn skref

Yfirlit yfir verkefni í umhverfismálum á Vestfjörðum

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20