Hoppa yfir valmynd

Velferðarráð #10

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 10. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Arnheiður Jónsdóttir Félagsmálafulltrúi

    Almenn erindi

    1. Umsókn um fjárhagsaðstoð

    Fært í trúnaðarbók

    Umsókn um fjárhagsaðstoð fært í trúnaðarbók.

      Málsnúmer 1608009

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra

      Velferðarráð hefur fjallað um umsókn (SG) um ferðaþjónustu skv. ákvæðum laga um málefni fatlaðs fólks. Í umsókninni felst að skipulagður verði akstur svo umsækjandi geti sótt félagsstarf o.fl.

      Eins og rakið er í gögnum málsins, m.a. bréfi til innanríkisráðuneytisins, liggur fyrir ríkur vilji af hálfu lögheimilissveitarfélags (Vesturbyggðar) til þess að skipuleggja akstursþjónustu fyrir notendur í félagsstarfi eldri borgara í Eyrarseli á Patreksfirði. Umsækjandi, líkt og aðrir aldraðir notendur félagsstarfsins, munu hafa fengið bréf þar sem fram kemur að akstur til og frá félagsstarfinu hefjist næsta haust. Með því verður hægt að veita umsækjanda akstursþjónustu til og frá Eyrarseli strax í september.

      Velferðarráð telur að þessi akstur, sem og önnur öldrunarþjónusta sem umsækjanda ætti að standa til boða af hálfu Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði, falli undir 4. mgr. 2. gr. reglna Vesturbyggðar um ferðaþjónustu fatlaðra. Ráðið hefur metið þessa þjónustuþætti og telur að sveitarfélaginu sé ekki skylt að verða við umsókn umsækjanda með því að skipuleggja frekari aksturþjónustu en að framan greinir. Umsókninni er því hafnað en vakin er athygli á að þeirri ákvörðun má vísa til úrskurðarnefndar velferðarmála, sbr. 11. gr. reglna Vesturbyggðar.

        Málsnúmer 1608008

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Barnaverndarmál

        Fært í trúnaðarbók

        Fært í trúnaðarbók.

          Málsnúmer 1608010

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30