Hoppa yfir valmynd

Vestur-Botn #0

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Guðný Sigurðardóttir (GS) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Sigurður Viggósson (SV) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn mál

1. Aðalfundur Vestur-botns

Formaður setur fundinn og kannar hvort að það séu athugasemdir við boðaðan fund. Svo er ekki.
Formaður leggur til að Gerður Björk Sveinsdóttir riti fundinn og Sigurður Viggósson stýri fundinum. Er það samþykkt samhljóða.

Lagður fram ársreikningur Vestur-Botns ehf fyrir árið 2017 og skýrsla stjórnar. Afkoma félagsins var jákvæð um 146 þús.kr. Rekstrargjöld eru 233 þús.kr. Heildareignir námu 33,8 millj.kr. og engar skuldir. Eigið fé nam því sömu fjárhæð eða 33,8 millj.kr.
Aðalfundur samþykkir samhljóða ársreikning Vestur-Botns ehf. fyrir árið 2017.

Framkvæmdastjóra falið að senda undirritaðan ársreikning til Ríkisskattstjóra.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri leggur til nýja stjórn Vestur-Botns ehf. sem skipa:

Aðalstjórn
Sigurður Viggósson
Arnheiður Jónsdóttir
Hjörtur Sigurðsson

Varamenn
Magnús Jónsson
Guðrún Bergmann Leifdóttir
Barði Sæmundsson

Framkvæmdastjóra falið að ganga frá tilkynningum til Fyrirtækjaskrár

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00