Bygg­ing­armál

Embætti bygg­ing­ar­full­trúa starfar á grund­velli mann­virkjalaga, bygg­ing­ar­reglu­gerðar og samþykkt bæjar­stjórnar svo og öðrum lögum, reglu­gerðum og samþykktum er bygg­ing­armál varða.

 

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mann­virki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burð­ar­kerfi þess eða lagna­kerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi bygg­ing­ar­full­trúa.

Umsókn um bygg­ing­ar­leyfi er send bygg­ing­ar­full­trúa ásamt aðalteikn­ingu og öðrum hönn­un­ar­gögnum, þ.m.t. tilkynn­ingu um hver verði hönn­un­ar­stjóri mann­virk­isins.

Bygg­ing­ar­full­trúi fjallar um bygg­ing­ar­leyf­is­um­sóknir og fer með þau verk­efni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mann­virki og ákvæðum í þeim reglu­gerðum sem settar eru á grund­velli laganna, þar á meðal útgáfu bygg­ing­ar­leyfa.

Bygg­ing­ar­full­trúi hefur eftirlit með því að mann­virkja­gerð sé í samræmi við útgefin leyfi og gild­andi skipulag.

Ráðherra setur, í samráði við Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun, bygg­ing­ar­reglu­gerð sem nær til landsins alls þar sem nánar er kveðið á um fram­kvæmd laga um mann­virki. Ný bygg­ing­ar­reglu­gerð tók gildi 24. janúar 2012 og er nr. 112/2012.