Deili­skipulag

Deili­skipulag er gert fyrir einstök svæði eða reiti sveit­ar­fé­lagsins. Deili­skipu­lagið er byggt á þeirri stefnu sem birtist í aðal­skipu­lagi og hún útfærð fyrir viðkom­andi svæði eða reiti til að mynda heild­stæða mynd. Í deili­skipu­lagi eru teknar ákvarð­anir um lóðir, lóðanotkun, bygg­ing­ar­reiti, byggð­ar­mynstur, útlit mann­virkja og form eftir því sem við á. Sveit­ar­fé­lagið birtir gild­andi deili­skipulög á vefnum. Einnig er hægt að nálgast gild­andi deili­skipulög á kortasjá sveit­ar­fé­lagsins sem er aðgengileg hér.