Lausar lóðir

Á þessari síðu er að finna upplýs­ingar um lausar íbúð­ar­húsa­lóðir innan þétt­býliskjarn­anna á Bíldudal og á Patreks­firði. Lóðirnar eru til þétt­ingar innan núver­andi byggðar. Þá stendur einnig yfir deili­skipu­lags­vinna við nýtt íbúð­ar­hverfi við Völu­völl á Bíldudal og verða nýjar lóðir kynntar síðar.

 

 

 

 

 

Reglur Vesturbyggðar um úthlutun lóða – útdráttur.

  • Sækja skal um lóðir á þar til gerðu eyðu­blaði á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins
  • Ef tveir aðilar eða fleiri sækja um sömu lóð og uppfylla skil­yrði fyrir úthlutun á lóð, skal dregið um það hver fær lóðinni úthlutað. Dráttur fer fram á fundi skipu­lags- og umhverf­is­ráðs.
  • Lóðar­höfum er skylt að hlíta eftir­far­andi tíma­mörkum um upphaf og lok fram­kvæmda.
  1. Bygg­ingaráform skulu verða samþykkt eigi síðar en 9 mánuðum eftir að bæjar­stjórn hefur stað­fest lóða­út­hlutun
  2. Lóðar­hafi skal hefja fram­kvæmdir eigi síðar en 12 mánuðum eftir að lóðinni var úthlutað. Fram­kvæmdir teljast hafnar þegar jarð­vegs­skipti hefjast
  3. Eigi síðar en 2 árum eftir dagsetn­ingu lóðar­út­hlut­unar skal lóðar­hafi hafa gert hús fokhelt, sbr. ÍST 51:2021.
  4. Eigi síðar en 3 árum eftir dagsetn­ingu lóðar­út­hlut­unar skal lóðar­hafi hafa lokið fulln­að­ar­frá­gangi bygg­ingar að utan, gengið frá yfir­borði lóðar og öllum frágangi við lóðar­mörk.
  • Gengið er frá lóðar­leigu­samn­ingi þegar bygg­ing­ar­leyfi hefur verið gefið út. Almennt skulu lóðar­leigu­samn­ingar gerðir til 99 ára fyrir íbúð­ar­hús­næði og 75 ár fyrir atvinnu-, iðnað­ar­hús­næði o.þ.h.

Sjá nánar Reglur Vest­ur­byggðar um úthlutun lóða.


Eftirtaldar lóðir eru lausar til úthlutunar á Bíldudal, uppfært júlí 2023:

Dalbraut 29, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Dalbraut 31, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Gils­bakki 3, 480m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Arnar­bakki 5, 708m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

 

Strand­gata 14E, 1133 m2 iðnað­arlóð. Svæðið er deili­skipu­lagt.


Eftirtaldar lóðir eru lausar til úthlutunar á Patreksfirði, uppfært janúar 2024.

Urðar­gata 10, 481 m2 lóð, einbýli/fjöl­býli, allt að 3 íbúðir, svæðið er deili­skipu­lagt.

Urðar­gata 14, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deili­skipu­lagt.

Urðar­gata 16, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deili­skipu­lagt.

 

 

Hjallar 6, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Hjallar 8, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Hjallar 12, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

Hjallar 14, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeili­skipu­lagt.

 

Hafn­ar­bakki 12, 600 m2, iðnaðar- og athafnalóð fyrir hafn­sækna starf­semi. Svæðið er deili­skipu­lagt.

Ódeili­skipu­lagðar lóðir þarf að grennd­arkynna/deili­skipu­leggja áður en hægt er að samþykkja bygg­ingaráform.

Frekari upplýs­ingar um deili­skipu­lags­ferli

Frekari upplýs­ingar um ferli grennd­arkynn­inga

Helstu upplýs­ingar og samþykktir um lóðir í Vest­ur­byggð:

Almennar reglur um úthlutun lóða – 2022

Gjald­skrá gatna­gerð­ar­gjöld

Gjald­skrá bygg­ing­ar­leyfis- og þjón­ustu­gjöld

Eyðu­blað fyrir lóðar­um­sókn.