Lausar lóðir
Á þessari síðu er að finna upplýsingar um lausar íbúðarhúsalóðir innan þéttbýliskjarnanna á Bíldudal og á Patreksfirði. Lóðirnar eru til þéttingar innan núverandi byggðar. Þá stendur einnig yfir deiliskipulagsvinna við nýtt íbúðarhverfi við Völuvöll á Bíldudal og verða nýjar lóðir kynntar síðar.
Reglur Vesturbyggðar um úthlutun lóða – útdráttur.
- Sækja skal um lóðir á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu sveitarfélagsins
- Ef tveir aðilar eða fleiri sækja um sömu lóð og uppfylla skilyrði fyrir úthlutun á lóð, skal dregið um það hver fær lóðinni úthlutað. Dráttur fer fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs.
- Lóðarhöfum er skylt að hlíta eftirfarandi tímamörkum um upphaf og lok framkvæmda.
- Byggingaráform skulu verða samþykkt eigi síðar en 9 mánuðum eftir að bæjarstjórn hefur staðfest lóðaúthlutun
- Lóðarhafi skal hefja framkvæmdir eigi síðar en 12 mánuðum eftir að lóðinni var úthlutað. Framkvæmdir teljast hafnar þegar jarðvegsskipti hefjast
- Eigi síðar en 2 árum eftir dagsetningu lóðarúthlutunar skal lóðarhafi hafa gert hús fokhelt, sbr. ÍST 51:2021.
- Eigi síðar en 3 árum eftir dagsetningu lóðarúthlutunar skal lóðarhafi hafa lokið fullnaðarfrágangi byggingar að utan, gengið frá yfirborði lóðar og öllum frágangi við lóðarmörk.
- Gengið er frá lóðarleigusamningi þegar byggingarleyfi hefur verið gefið út. Almennt skulu lóðarleigusamningar gerðir til 99 ára fyrir íbúðarhúsnæði og 75 ár fyrir atvinnu-, iðnaðarhúsnæði o.þ.h.
Eftirtaldar lóðir eru lausar til úthlutunar á Bíldudal, uppfært júlí 2023:
Dalbraut 29, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Dalbraut 31, 780m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Gilsbakki 3, 480m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Arnarbakki 5, 708m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Strandgata 14E, 1133 m2 iðnaðarlóð. Svæðið er deiliskipulagt.
Eftirtaldar lóðir eru lausar til úthlutunar á Patreksfirði, uppfært júlí 2023
Urðargata 10, 481 m2 lóð, einbýli/fjölbýli, allt að 3 íbúðir, svæðið er deiliskipulagt.
Urðargata 14, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deiliskipulagt.
Urðargata 16, 509 m2 lóð, einbýli, svæðið er deiliskipulagt.
Hjallar 6, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Hjallar 8, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Hjallar 12, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Hjallar 14, 720 m2 lóð sem hugsuð er fyrir einbýli/tvíbýli. Svæðið er ódeiliskipulagt.
Ódeiliskipulagðar lóðir þarf að grenndarkynna/deiliskipuleggja áður en hægt er að samþykkja byggingaráform.
Frekari upplýsingar um deiliskipulagsferli
Frekari upplýsingar um ferli grenndarkynninga
Helstu upplýsingar og samþykktir um lóðir í Vesturbyggð:
Almennar reglur um úthlutun lóða – 2022
Gjaldskrá gatnagerðargjöld