Bíldudalshöfn
Bíldudalshöfn er við kauptúnið Bíldudal í Vesturbyggð í sunnanverðum Arnarfirði. Þar eru 80 m. hafskiptakantur með 10 m. dýpi, flotbryggja fyrir smábáta og öll nauðsynleg þjónusta. Höfnin er handhafi Bláfánans.
Höfnin er opin allan sólarhringinn en almennur vinnutími starfsmanna er frá kl. 8–17.
Bakvaktasími er 861 7742.
Skipakomur þarf að tilkynna með minnst 24 stunda fyrirvara. Lóðs er í boði fyrir þá sem þess óska.
Talstöðvar eru á kallrás 16 en vinnurás hafnarvarða er 11.
Hafnarþjónusta á Bíldudal
Bryggjukantar, lega og aðstaða
Bryggjukantar eru 400 m., þar af er hafskipakantur 80 m. með 10 m. dýpi.
Flotbryggja með olíudælu er fyrir smábáta.
Skipalægi er á ytri höfn:
65°41’380N
23°35’095 W
Vatn og olía
Vatn er afgreitt á höfninni. Til fiskiskipa er það selt samkvæmt lönduðum afla, til annarra skipa samkvæmt mælingu.
Olía til stærri skipa er afgreitt á hafskipakanti og til minni skipa í bátahöfninni.
Smábátar fá olíu afgreidda við flotbryggju.
Löndun, ís og útgerðarvörur
Sorp– og skólpmótaka
Sorpgámar eru á bryggjum fyrir brennanlegt sorp frá fiskiskipum, með annað sorp verður að hafa samband við hafnarverði eða Gámaþjónustu Vestfjarða í síma 892 5579.
Tekið er á móti skólpi frá skipum sé þess óskað, en í þeim tilvikum er kallaður til þjónustuaðili sem hefur yfir að ráða dælubílum til slíkrar þjónustu.
Hafnargjöld
Lestagjöld | ||
Önnur skip og bátar | hvert brt | 14,95 kr. |
Flóabátar, ferjur yfir 80 brt., Brjánslækjarhöfn | hvert brt | 17,65 kr. |
Bryggjugjöld | ||
Önnur skip og bátar, hverjir byrjaðir 24 tímar | hvert brt | 8 kr. |
Flóabátur, ferjur yfir 80 brt., Brjánslækjarhöfn, hverjir byrjaðir 24 tímar | hvert brt | 8,80 kr. |
Gjald fiskiskip og minni bátar, hver mælieining | á mánuði | 92,40 kr. |
Lágmarksgjald fyrir fiskiskip og minni báta | á mánuði | 10.360 kr. |
Bátar minni en 20 brt., lágmark | á mánuði | 6.916 kr. |
Veittur er afsláttur fyrir báta í lægi við eigin bryggju | 50% | |
Veittur er afsláttur fyrir frístundabáta í eigu 70 ára og eldri | 25% | |
Mánaðargjald, bátar með skemmri hafnlegu en 10 daga | 0 | |
1-3 dagar í mánuði greiða af mánaðargjaldi | 25% | |
4-6 dagar í mánuði greiða af mánaðargjaldi | 50% | |
7-10 dagar í mánuði greiða af mánaðargjaldi | 75% | |
Vörugjöld | ||
1.flokkur | á tonn | 409 kr. |
2.flokkur | á tonn | 696 kr. |
3.flokkur | á tonn | 751 kr. |
4.flokkur, aflagjald | verðmæti | 1,60% |
Afli frystitogara | verðmæti | 0,80% |
Afli eldisfiskur | verðmæti | 0,70% |
Saltfiskur, tvöfalt gjald miðað við tvöfalda þyngd | verðmæti - sjá 11.gr. | 0 |
Gámafiskur, gjald skv. áætluðu heildsöluverði | verðmæti - sjá 11.gr. | 0 |
Farþegagjald | ||
Fyrir hvern farþega | á farþega | 138 kr. |
Hafnsögugjald | ||
Fyrir hverja mælieiningu | á skipti | 10 kr. |
Fastagjald | á skipti | 7.446 kr. |
Hafnsögusjóður | á skipti | 645 kr. |
Hafnsögubátur með manni | á klst. | 23.387 kr. |
Festagjöld (móttaka skipa) | ||
Festagjöld fyrir hvern starfsmann í dagvinnu | á klst | 11.137 kr. |
Festagjöld fyrir hvern starfsmann í yfirvinnu | á klst | 16.915 kr. |
Viðlegugjöld | ||
Bátar undir 20 brt. | á mánuði | 9.009 kr. |
Bátar yfir 20 brt. | á mánuði | 14.253 kr. |
Bátar undir 20 brt., fast viðlegupláss | á mánuði | 11.516 kr. |
Bátar yfir 20 brt., fast viðlegupláss | á mánuði | 18.312 kr. |
Legugjald vegna kvíaleigu við básabryggjur | árgjald | 148.006 kr. |
Skip yfir 80 brt. | pr brt. á mánuði | 128 kr. |
Uppsátursgjald | á mánuði | 3.199 kr. |
Skútur og skemmtibátar | hver byrjuð vika | 68 EUR |
Siglingavernd (ISPS) | ||
Öryggisgjald fyrir hvert skip | á komu | 53.062 kr. |
Öryggisgjald fyrir öryggisvörð í dagvinnu | á klst | 6.398 kr. |
Öryggisgjald fyrir öryggisvörð í yfirvinnu | á klst | 11.473 kr. |
Sorpgjald | ||
Bátar að 20 brúttótonnum | á mánuði | 3.090 kr. |
Bátar 20-50 brúttótonn | á mánuði | 3.861 kr. |
Skip yfir 50 brúttótonn | á mánuði | 9.928 kr. |
Úrgangsgjald | ||
Úrgangsgjald við komu til hafna | hvert brt. | 0,70 kr. |
Úrgangsgjald við komu til hafna - lágmarksgjald | 6.663 kr. | |
Úrgangsgjald við komu til hafna - hámarksgjald | 51.250 kr. | |
Úrgangsgjald lækkað vegna umhverfisstjórnunar | hvert brt. | 0,35 kr. |
Úrgangsgjald lækkað vegna umhverfisstjórnunar - lágmarksgjald | 4.100 kr. | |
Úrgangsgjald lækkað vegna umhverfisstjórnunar - hámarksgjald | 25.625 kr. | |
Förgunargjöld | ||
Móttökugjald úrgangs | hver rúmmeter | 10.763 kr. |
Rafmagn | ||
Rafmagnssala, landrafmagn, 15% álag á taxta OV | á kWh | 13,95 kr. |
Rafmagnsmælar lausir | á mánuði | 755 kr. |
Rafmagnsmælar fastir | á mánuði | 1.512 kr. |
Rafmagsmælar, skilagjald vegna leigu | á skipti | 37.882 kr. |
Rafmagnstengigjald fyrir flot- og trébryggjur | á skipti | 4.738 kr. |
Vatnssala | ||
Vatnsgjald á landaðan afla fiskibáta og skipa | á kg | 0,18 kr. |
Vatnsgjald, önnur skip | á tonn | 475 kr. |
Vatn afgreitt utan reglubundins vinnutíma | fyrir útkall | 16.350 kr. |
Vatn til skemmtiferðaskipa | á tonn | 3,56 USD |
Vigtargjöld | ||
Almenn vigtun | á tonn | 190,60 kr. |
Lægsta gjald fyrir vigtun | á vigtun | 1.048 kr. |
Vigtun ökutækja | á skipti | 1.886 kr. |
Úrtaksvigtun fyrir löndun úr frystiskipum | á tonn | 176 kr. |
Löndunar-, skráningar- og kranagjöld | ||
Löndunar- og skráningargjöld fyrir öll skip | á tonn | 298 kr. |
Leigugjöld | ||
Geymslurými á höfn | á mánuði á fermeter | 111 kr. |
Gjald vegna óleyfilegrar geymslu búnaðar | á sólarhring | 7.259 kr. |
Leiga á kranalykli | á skipti | 4.258 kr. |
Leiga á flotbryggju/pramma | á klst | 11.081 kr. |
Húsaleiga | ||
Herbergi í verbúð með hita og rafmagni | á mánuði per ferm. | 735 kr. |
Önnur þjónusta | ||
Útkall utan hefðbundins opnunartíma - þjónusta/vigtun | Útkall (4 klst) | 32.698 kr. |
Útkall á stórhátíðardögum eða sérstökum frídögum - þjónusta/vigtun | Útkall (4 klst) | 63.804 kr. |
Skráning í GAFL á afla vegna fyrirtækja með endurvigtunarleyfi | á skipti | 2.118 kr. |
Skráning í GAFL á afla vegna fyrirtækja með endurvigtunarleyfi | á kg | 0,37 kr. |
Gjald vegna aðstöðu fyrir olíudælur | á ári | 153.750 kr. |
Innheimtugjald vegna erlendra millifærslna | pr. millifærslu | 1.000 kr. |
Virðisaukaskattur 24,0% leggst á öll ofangreind gjöld hafnarsjóðs við útgáfu reikninga |