Brjánslækjarhöfn
Brjánslækur er utarlega í vestanverðum Vatnsfirði við Breiðafjörð. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir samkvæmt áætlun á Brjánslæk frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey. Á Brjánslækjarhöfn er flotbryggja fyrir smábáta.
Á höfninni er löndunarkrani ásamt flotbryggju fyrir smábáta, þá er einnig olíuafgreiðsla. Árið 2022 var byggður nýr fyrirstöðugarður innan við núverandi aðstöðu og nýrri flotbryggju komið upp.