Tálknafjarðarhöfn
Tálknafjarðarhöfn liggur við þéttbýlið í Tálknafirði, þar er 100m viðlegurkantur með um 6,5m dýpi ásamt flotbryggjum fyrir smábáta og öll nauðsynleg þjónusta. Heildarlegnd viðlegukanta er um 323m.
Bryggjukantar eru um 323 m, mesta dýpi við kant 6,5 m. á 100 m. kafla.
Almennur opnunartími hafnarinnar er kl. 08:00-17:00 á virkum dögum, bakvakt kl. 17:00-22:00 á virkum dögum og kl. 08:00-18:00 um helgar. Þess utan er ekki viðvera eða vakt á höfninni.
Skipakomur þarf að tilkynna með minnst 24 stunda fyrirvara. Lóðs er í boði fyrir þá sem þess óska.