Muggsstofa
Muggsstofa er samfélagsmiðstöð á Bíldudal sem var opnuð árið 2021. Samfélagsmiðstöðin er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Skrímslasetursins á Bíldudal. Í Muggsstofu fer meðal annars fram starfsemi bókasafns Bílddælinga og félagsstarf aldraðra.
Forstöðumaður Muggsstofu gegnir einnig starfi menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélagsins og bókasafnsvarðar bókasafns Bílddælinga.