Muggsstofa
Muggsstofa er samfélagsmiðstöð á Bíldudal. Samfélagsmiðstöðin er samstarfsverkefni Vesturbyggðar og Skrímslasetursins á Bíldudal.
Í samfélagsmiðstöðinni mun fara fram starfsemi Bókasafns Bílddælinga, félagsstarf aldraðra á Bíldudal og þar verður í boði aðstaða fyrir námsmenn og þá sem starfsaðstöðu þurfa á Bíldudal.
Forstöðumaður Muggsstofu gegnir einnig starfi menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar.