Slökkvilið
Slökkviliðið í sveitarfélaginu er með stöðvar á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Í þeim starfa 17 slökkviliðsmenn á Patreksfirði, 10 á Tálknafirði og 11 á Bíldudal.
Hlutverk slökkviliðanna er meðal annars:
- Vatnsöflun, slökkvistörf innan og utanhúss.
 - Viðbrögð við mengunar og eiturefnaslysum.
 - Björgun á fastklemmdu fólki m.a. úr bílflökum
 - Eldvarnareftirlit.
 - Fræðsla
 
Slökkviliðin eru ágætlega tækjum búin, þrír bílar á Patreksfirði, einn á Bíldudal og einn á Tálknafirði. Haustið 2018 kom nýr bíll á Patreksfjörð og 2024 kom nýr bíll á Bíldudal.
Við forgangsútköll F1 og F2 þá eru allar stöðvarnar kallaðar út og vinna sem ein heild. Æfingar eru haldnar aðra hvora viku og alltaf er pláss fyrir fleira gott fólk í liðinu.
