Slökkvilið

Slökkvi­liðið í sveit­ar­fé­laginu er með stöðvar á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal. Í þeim starfa 17 slökkvi­liðs­menn á Patreks­firði, 10 á Tálkna­firði og 11 á Bíldudal.

Hlut­verk slökkvi­lið­anna er meðal annars:

  • Vatns­öflun, slökkvistörf innan og utan­húss.
  • Viðbrögð við meng­unar og eitur­efna­slysum.
  • Björgun á fast­klemmdu fólki m.a. úr bílflökum
  • Eldvarn­ar­eft­irlit.
  • Fræðsla

Slökkvi­liðin eru ágæt­lega tækjum búin, þrír bílar á Patreks­firði, einn á Bíldudal og einn á Tálkna­firði. Haustið 2018 kom nýr bíll á Patreks­fjörð og 2024 kom nýr bíll á Bíldudal.

Við forgangsút­köll F1 og F2 þá eru allar stöðv­arnar kall­aðar út og vinna sem ein heild. Æfingar eru haldnar aðra hvora viku og alltaf er pláss fyrir fleira gott fólk í liðinu.