Vatn­eyr­arbúð

Vatn­eyr­arbúð er þekk­ing­ar­setur og samvinnu­rými sem var form­lega opnað árið 2024. Því er ætlað að vera glæsi­legur samkomu­staður þekk­ingar og umræðna. Einstak­lingum og fyrir­tækjum býðst að leigja sér aðstöðu þar til lengri eða skemmri tíma eða halda þar einstaka fundi. Þá geta háskóla­nemar nýtt sér aðstöðu til að læra þar. Einn aðal­til­gangur með uppgerð Vatn­eyr­ar­búðar var að skapa kjör­að­stæður til nýsköp­unar og auka fjöl­breyti­leika starfa.

Vatn­eyr­arbúð, sem byggð var árið 1916, hefur ótví­rætt varð­veislu­gildi sem vitn­is­burður um atvinnu­sögu Patreks­fjarðar bæði vegna uppruna­leika og samhengis við önnur atvinnuhús í næsta nágrenni, vélsmiðju og salthús. Einnig vegna innan­stokks­muna og minja sem tengjast rekstri í húsinu og sem varð­veist hafa í heild sinni. Þá hefur húsið mikið umhverf­is­gildi í götu­mynd Aðalstrætis og stað­ar­mynd Vatn­eyr­ar­byggðar.

Sögu Vatn­eyr­ar­búðar er gert hátt undir höfði og taka rýmin heiti fyrir­tækja, skipa og fólks sem á stóran þátt í atvinnu­upp­bygg­ingu Patreks­fjarðar. Munir úr gömlu Vatn­eyr­arbúð prýða húsið að nýju og verður unnin bók þar sem má fræðast um þá muni sem sjá má í húsinu og sögu þeirra.

Í gegnum árin hafa komið fram ýmsar hugmyndir um nýtingu húsnæð­isins en frá árinu 2019 hefur verið unnið að uppbygg­ingu þekk­ing­ar­seturs og samvinnu­rými í Vatn­eyr­arbúð. Fyrstu stofn­anir sem taka til starfa í Vatn­eyr­ar­búð­inni eru MAST, Umhverf­is­stofnun, Fræðslumið­stöð Vest­fjarða og Nátt­úru­stofa Vest­fjarða með nýtt starf deild­ar­stjóra fisk­eldis. Auk þess er unnið að samn­ingi við umhverfis-, orku- og loft­lags­ráðu­neytið um starf sem verður stað­sett í Vatn­eyr­arbúð.