Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Álagning fast­eigna­gjalda 2019

Álagn­ingu fast­eigna­gjalda fyrir árið 2019 er lokið og eru álagn­ing­ar­seðlar nú á leið í póst.

 


Skrifað: 31. janúar 2019

Auglýsingar

Gjalddagar eru níu á árinu: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október.

Ef ekki er greitt fyrir eindaga, sem er í lok mánaðar, reiknast dráttarvextir.

Gjöld eru lögð á fasteignir og lóðir samkvæmt eftirfarandi álagningarreglum og stuðlum:

Gjald                                     Íbúðir                         Aðrar eignir
Fasteignaskattur                    0,45%                            1,32% / 1,65%
Lóðarleiga                               3,75%                                     3,75%
Vatnsgjald                               0,45%                                    0,50%
Fráveitugjald                          0,40%                                    0,40%
Sorpgjald                              60.715 kr.                          Sjá gjaldskrá

Fasteignaskattur, vatnsgjald og fráveitugjald eru reiknuð út frá fasteignamati húss og fasteignamati lóðar.

Lóðarleiga er reiknuð út frá fasteignamati lóðar

Sorpgjald í þéttbýli er kr. 60.715 og skiptist gjaldið í kr. 20.600 fyrir sorphirðu, kr. 32.500 fyrir sorpeyðingu og kr. 7.615 fyrir blátunnu.

Sorpeyðingargjald kr. 23.625 er lagt á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu.

Klippikort: Hver íbúðareigandi fær afhent klippikort á bæjarskrifstofunum fyrir 4m3 af sorpi til eyðingar á sorpmóttökustöðvum á Patreksfirði og Bíldudal.

Greiðsluseðlar eru ekki sendir með bréfpósti en birtast í heimabanka.

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn að hámarki kr. 102.400 er tekjutengdur.

Kærufrestur álagningar fasteignagjalda er til 28. febrúar 2019.

Vinsamlegast hafið samband við bæjarskrifstofur ef óskað er frekari upplýsinga.