Hoppa yfir valmynd

Félags­starf eldri borgara

Eldri borg­arar í Vest­ur­byggð eiga þann kost að sækja í félags­starf í Eyrasel á Patreks­firði, Muggs­stofu á Bíldudal og Birkimel á Barða­strönd.


Skrifað: 24. janúar 2024

Auglýsingar

Fyrirlestrar á vegum LEB og U3A

Landssamband eldri borgara hefur gert samning við Háskóla þriðja æviskeiðsins um aðgang að vikulegum, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum fyrir aðilarfélög LEB sem eru utan höfuðborgarsvæðisins að kostnaðarlausu. Samningurinn er tilraunaverkefni til eins árs til að efla félagslíf utan höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega í dreifðum byggðum þar sem fólk hefur ekki sama aðgengi að fjölbreyttri fræðslu eins og gefst oft kostur í þéttbýli sem höfuðborgarsvæðið er.

Fyrirlestrarnir eru um klukkutíma langir. Á svæði FEB í V-Barð. verða þeir fluttir á eftirfarandi stöðum:

  • Á Patreksfirði í Eyraseli á mánudögum kl. 14
  • Á Bíldudal í Muggsstofu miðvikudaginn 24. janúar og eftir það á fimmtudögum kl. 14
  • Á Tálknafirði í Vindheimum á fimmtudögum kl. 14

Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.

Almennir opnunartímar

Eyrasel á Patreksfirði

  • Mánudag kl. 13-16
  • Þriðjudag kl. 13-16
  • Miðvikudag kl. 13-16
    Boccia í Bröttuhlíð kl. 13 og heitt á könnunni í Eyraseli eftir það.
  • Fimmtudag kl. 13-16

Muggsstofa á Bíldudal

  • Miðvikudag kl. 13-16

Birkimel á Barðaströnd

  • Þriðjudag 13-16