Hafnarbakki 12 - byggingarlóð laus til úthlutunar
Laus er til úthlutunar byggingarlóðin Hafnarbakki 12 á hafnarsvæði Patrekshafnar.
Skrifað: 18. janúar 2024
Samkvæmt deiliskipulagi Patrekshafnar er lóðin skilgreind sem iðnaðar- og athafnalóð, lóðin er 600m2 með nýtingarhlutfall 1. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hefðbundnum iðnaði, fiskverkun, fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar.