Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Útgáfa & auglýsingar
  3. Fréttir og tilkynningar

Íþrótta- tómstunda­styrkur til lágtekju­heimila

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstunda­styrki til lágtekju­heimila. Um er að ræða aðgerðir stjórn­valda vegna Covid-19. Styrk­urinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heim­ilum þar sem heild­ar­tekjur fram­fær­enda, einstak­lings, hjóna eða sambúð­ar­fólks, voru að meðal­tali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tíma­bilinu mars–júlí 2020. Hámarks­styrkur er 45.000kr á hvert barn.


Skrifað: 19. nóvember 2020

 

Áður en þú sækir um styrkinn þarftu að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki.

Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýsingar um næstu skref. En þau eru að fara inn á heimasíðu Vesturbyggðar og fylla út eyðublað. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýsingar um hvert þú getur leitað ef þú ert með athugasemdir við niðurstöðuna eða fyrirspurnir. Hægt er að sækja um styrk til og með 1.mars 2021. Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021.

 

  • Kannaðu rétt þinn á styrk
  • Íþrótta- og tómstundastyrkur til lágtekjuheimila

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Páll Vilhjálmsson it@vesturbyggd.is / 450 2300


Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun