Hoppa yfir valmynd

Sameining er orð ársins 2023

Sameining er orð ársins í Vest­ur­byggð árið 2023. Þetta er niður­staða rafrænnar kosn­ingar á milli valinna tillagna sem bárust.


Skrifað: 29. desember 2023

Orðin sem komu til greina voru framkvæmdir, framtíð, laxalús, sameining og samgöngur. Sigurorðið vann með 34% atkvæða en atkvæði skiptust nokkuð jafnt á milli hinna orðanna.

Orðið sameining var áberandi á liðnu ári, þá sérstaklega í haust þegar sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps var samþykkt í íbúakosningu. Undirbúningur stofnunar nýs sveitarfélags er nú í vinnslu.

 

 

Niðurstöður kosninga

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335