Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skráning í frístund hafin

Opnað hefur verið fyrir skrán­ingu í frístund skóla­árið 2019–20, sem hefst þann 22. ágúst. Frístund er starf­rækt við Patreks­skóla og Bíldu­dals­skóla og heyrir undir skóla­skrif­stofu Vest­ur­byggðar. Þar býðst nemendum í 1.–4. bekk að dvelja frá skóla­lokum til kl 16:00 alla skóla­daga.


Skrifað: 15. ágúst 2019

Boðið er upp á síðdeg­is­hress­ingu í frístund­inni alla daga og létta máltíð á föstu­dögum. Frístundin er opin alla skóla­daga samkvæmt útgefnu skóla­da­ga­tali.

Frístundin á Patreks­firði er starf­rækt í Safn­að­ar­heim­ilinu, Aðalstræti 52, og frístund á Bíldudal er starfrækt í Bíldu­dals­skóla. Starfs­maður sækir nemendur upp í Patreks­skóla.

Val er um að hafa nemendur í frístund­inni til kl 15:00 eða 16:00 2–5 daga í viku. Nemendur eru sendir heim að frístund lokinni.

Skrá verður nemendur í mánuð í senn en ef dvöl er ekki sagt upp fyrir mánað­armót er gert ráð fyrir áfram­hald­andi dvöl. Nemendur fara í íþrótta­skólann og Tónlist­ar­skólann úr frístund­inni. Það hefur ekki áhrif á gjaldið.