Frístund
Frístund er starfrækt við Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Þar býðst nemendum í 1.-4.bekk að dvelja frá skólalokum til kl 16:00 alla skóladaga. Boðið er upp á síðdegishressingu í frístundinni alla daga.
Í frístundinni una nemendur inni og úti við leik undir umsjón starfsmanns. Allar almennar hegðunar– og umgengnisreglur skólanna gilda og farið er eftir uppbyggingarstefnunni í agamálum.
Frístundin er opin alla skóladaga samkvæmt útgefnu skóladagatali. Val er um að hafa nemendur í frístundinni til kl 15:00 eða 16:00 2-5 daga í viku. Nemendur eru sendir heim að frístund lokinni.
Frístundin á Patreksfirði er starfrækt í Patreksskóla, og frístund á Bíldudal er starfrækt í húsnæði Skrímslasetursins.
Skrá verður nemendur í mánuð í senn en ef dvöl er ekki sagt upp fyrir mánaðarmót er gert ráð fyrir áframhaldandi dvöl. Nemendur fara í íþróttaskólann og tónlistarskólann úr frístundinni. Það hefur ekki áhrif á gjaldið.
Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega. Systkinaafsláttur er samtengdur milli leikskóla, daggæslu og frístundar.
Tilkynna þarf til starfsmanns tilfallandi breytingar á dvalartíma t.d. ef þau eru að fara annað eftir skóla eða veikindi og leyfi. Skráningu og breytingar á dvalartíma á að tilkynna með tölvupósti á asdissnot@vesturbyggd.is (Patreksskóli) eða liljarut@vesturbyggd.is (Bíldudalsskóli).
Frístund Bíldudal
Lilja Rut Rúnarsdóttir
Frístund Patreksfirði
Ásdís Snót Guðmundsdóttir
Patreksskóli
Sjá á korti