Starfsemi bókasafna Vesturbyggðar
Forstöðumenn bókasafnsins á Patreksfirði og bókasafns Bílddælinga bjóða bæjarbúa velkomna í heimsókn.
Nánari upplýsingar um starfsemina og opnunartíma má finna á heimasíðu Vesturbyggðar og Facebooksíðum safnanna. Söfnin tvö eru undir einu nafni og því geta skírteinishafar tekið bók að láni af öðru hvoru safninu, óháð búsetu og hvar viðkomandi fékk skírteinið. Skila má bókum einnig á annað hvort safnið óháð því hvoru megin hún var fengin að láni.
Jafnframt vilja forstöðumenn minna á skírteinishafar geta fengið bækur að láni frá öðrum bókasöfnum á landinu með millisafnaláni. Því er hægt að óska eftir á leitir.is. Á þeirri síðu er einnig hægt að fletta upp hvort ákveðin bók sé til á söfnunum, taka frá bækur, endurnýja og svo framvegis. Forstöðumenn eru boðnir og búnir að aðstoða safngesti við það.
Rétt er að minna á að bókaklúbburinn á Patreksfirði hittist á síðasta miðvikudegi hvers mánaðar, nánari upplýsingar eru á Facebookhópi klúbbsins. Í vetur mun svo bókasafnið á Patreksfirði standa fyrir viðburðum af og til á fimmtudagskvöldum. Þeir verða auglýstir sérstaklega.