Hvað eru heima­stjórnir?

Samhliða kosn­ingum til sveit­ar­stjórnar í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar þann 4. maí næst­kom­andi verða kosnir full­trúar í heima­stjórnir. Hægt er að kjósa um alla íbúa hvers svæðis.

Verkefnastjóri sameiningarvinnu

Gerður Björk Sveinsdóttir gerdur@vesturbyggd.is / 450 2300

Heima­stjórnir eru fasta­nefndir innan nýs sameinaðs sveit­ar­fé­lags sem starfa í umboði sveit­ar­stjórnar. Mark­miðið með heima­stjórnum er að heima­menn hafi aðkomu að ákvörð­unum sem varða nærum­hverfi sitt og geta ályktað um málefni sem snýr að viðkom­andi byggð­ar­lagi og komið málum á dagskrá bæjar­stjórnar. Í hverri heima­stjórn eru þrír full­trúar, tveir sem kosnir eru sérstak­lega samhliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og einn bæjar­full­trúi. Kjörgengir til heima­stjórna eru allir íbúar á kjör­skrá Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps, samkvæmt kjör­skrá á sínu svæði.

Kosið verður í heima­stjórnir sama dag og kosið verður til sveit­ar­stjórnar og eru tveir full­trúar kosnir á hverjum stað. Heima­stjórn­irnar verða fjórar:  

  • Heima­stjórn Arnar­fjarðar
  • Heima­stjórn Tálkna­fjarðar 
  • Heima­stjórn Patreks­fjarðar 
  • Heima­stjórn Rauðasands­hrepps og Barða­strandar 

Allir íbúar hvers svæðis eru í fram­boði og kýs hver íbúi einn einstak­ling á því svæði sem hann býr. Gerð verður sérstök kjör­skrá fyrir hverja heima­stjórn og hægt verður að kjósa utan kjör­fundar allt að 20 dögum fyrir kjör­fund. Hver kjós­andi kýs einn aðal­mann í heima­stjórn í beinni kosn­ingu og skrifar á kjör­seðil fullt nafn og heim­il­is­fang þess sem hann kýs. Þeir tveir sem fá flest atkvæði á hverju svæði eru kjörnir aðal­menn og munu sitja í heima­stjórn fyrir sitt svæði næstu tvö árin eða þar til kosið verður næst til sveit­ar­stjórnar. Næstu tveir þar á eftir eru kjörnir vara­menn í samræmi við fjölda atkvæða.

Þar sem aðrar reglur gilda um kosn­ingu í heim­stjórn sem telst til íbúa­kosn­ingar en kosn­ingu í sveit­ar­stjórn þá verður utan­kjör­funda­at­kvæða­greiðslan fyrir kosn­inguna í heims­stjórn með sama sniði og hún var fyrir samein­inga­kosn­inguna, á skrif­stofum sveit­ar­fé­lag­anna en ekki hjá sýslu­manni eins og gildir um hefð­bundnar kosn­ingar. Athugið að Rauð­strend­ingar kjósa til heima­stjórnar á Patreks­firði líkt og í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum.