Félagsmiðstöðvar
Tvær félagsmiðstöðvar eru starfræktar í Vesturbyggð. Félagsmiðstöðin Vest-End á Patreksfirði er til húsa að Aðalstræti 73 (gamla Þorpið). Félagsmiðstöðin Dímon á Bíldudal er staðsett á neðri hæð félagsheimilisins Baldurshaga. Félagsmiðstöðvastarfið er ætlað unglingum úr 8.-10. bekk en 7. bekkingar geta mætt einu sinni í viku og á sértaklega auglýsta viðburði.