Sumar­nám­skeið

Á sumrin stendur sveit­ar­fé­lagið fyrir námskeiðum fyrir börn á Patreks­firði og Bíldudal. Lögð er áhersla á að börnin séu úti, kynnist náttúru og umhverfi, nýjum og klass­ískum leikjum og íþróttum.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

false

Sumarið 2022

Á Patreks­firði og Bíldudal er umhverfis-, íþrótta- og leikj­a­nám­skeið í boði fyrir börn fædd 2012 – 2015 á eftir­töldum tíma­bilum, þessi tímabil eru

  • Bíldu­dalur 22. júní – 1. júlí
  • Patreks­fjörður 5.-13. júlí
  • Bíldu­dalur 14.-25. júlí
  • Patreks­fjörður 3. – 12 ágúst.

Umsjón­ar­maður námskeiða á bæði Patreks­firði og Bíldudal er hún Sigur­laug Anna.

Um er að ræða tvö námskeið á hvorum stað, annað er 8 dagar og hitt 9 dagar. Þau standa frá 12:00 til 15:00 dag hvern.

Gjald er tekið fyrir þá daga sem þjón­ustan er nýtt, þ.e. 1.500 krónur á dag.

Börnin taka með sér nesti og eru klædd eftir veðri. Takið eftir því að sömu lýðheilsu­viðmið gilda um nesti á sumar­nám­skeiðum eins og nesti í grunn­skólum.