Hoppa yfir valmynd

Sumar­nám­skeið

Á sumrin stendur sveit­ar­fé­lagið fyrir námskeiðum fyrir börn á Patreks­firði og Bíldudal. Lögð er áhersla á að börnin séu úti, kynnist náttúru og umhverfi, nýjum og klass­ískum leikjum og íþróttum.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Páll Vilhjálmsson it@vesturbyggd.is / 450 2300

Sumarið 2020

Á Patreks­firði er Umhverfis-, íþrótta- og leikj­a­nám­skeið í boði fyrir börn fædd 2010-2013 á eftir­töldum tíma­bilum:

Umsjón­ar­maður námskeiða á Patreks­firði er Svandís Helga Hjart­ar­dóttir og umsjón­ar­maður námskeiða á Bíldudal er Sigur­björn Veigar Frið­geirsson.

Námskeið II á Bíldudal hefur ekki verið dagsett ennþá en þess er að vænta á næstu dögum.

Um er að ræða tvö 9 daga námskeið og standa þau frá 13:00 til 16:00 dag hvern, utan námskeiðs II á Patreks­firði sem stendur frá 10:00-13:00 dag hvern. Lagt er upp með að börnin séu úti, kynnist náttúru og umhverfi, kynnist nýjum og klass­ískum leikjum og íþróttum.

Gjald er tekið fyrir þá daga sem þjón­ustan er nýtt, þ.e. 1.500kr á dag.

Börnin taka með sér nesti og eru klædd eftir veðri. Takið eftir því að sömu lýðheilsu­viðmið gilda um nesti á sumar­nám­skeiðum eins og nesti í grunn­skólum.