Sumarnámskeið
Á sumrin stendur sveitarfélagið fyrir námskeiðum fyrir börn á Patreksfirði og Bíldudal. Lögð er áhersla á að börnin séu úti, kynnist náttúru og umhverfi, nýjum og klassískum leikjum og íþróttum.
Sumarið 2020
Á Patreksfirði er Umhverfis-, íþrótta- og leikjanámskeið í boði fyrir börn fædd 2010-2013 á eftirtöldum tímabilum:
Umsjónarmaður námskeiða á Patreksfirði er Svandís Helga Hjartardóttir og umsjónarmaður námskeiða á Bíldudal er Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson.
Námskeið II á Bíldudal hefur ekki verið dagsett ennþá en þess er að vænta á næstu dögum.
Um er að ræða tvö 9 daga námskeið og standa þau frá 13:00 til 16:00 dag hvern, utan námskeiðs II á Patreksfirði sem stendur frá 10:00-13:00 dag hvern. Lagt er upp með að börnin séu úti, kynnist náttúru og umhverfi, kynnist nýjum og klassískum leikjum og íþróttum.
Gjald er tekið fyrir þá daga sem þjónustan er nýtt, þ.e. 1.500kr á dag.
Börnin taka með sér nesti og eru klædd eftir veðri. Takið eftir því að sömu lýðheilsuviðmið gilda um nesti á sumarnámskeiðum eins og nesti í grunnskólum.