Stoðþjónusta
Stoðþjónusta er samheiti yfir stuðningskerfi sem styður við almenna kennslu innan skólans. Stoðþjónusta getur falist í ráðgjöf til kennara varðandi kennslu eða annað er snýr að nemendum. Helstu verkefni stoðþjónustu snúa þó að nemendum og varða kennslu og stuðning til lengri eða skemmri tíma og/eða mat á stöðu þeirra. Innan stoðþjónustunnar starfa sérkennari, náms- og starfsráðgjafi, skólasálfræðingur, talmeinafræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og stuðningsfulltrúar.